Orðspor 3

ORÐSPOR 3 42 Álfapotturinn Ekki er vitað hvaðan potturinn kemur upprunalega en ljóst er að hann er ekki íslenskur. Hann gæti mögulega hafa komið frá Þýskalandi eða Noregi en ekkert er vitað um það með fullri vissu. Pottar af þessu tagi voru algengir á seinni hluta miðalda og bárust margir þeirra hingað til lands. Brot af pottum sem þessum hafa fundist víða en þessi er sá eini sem hefur varðveist heill og lítið skemmdur. Það í sjálfu sér nægir til þess að potturinn þyki afar merkilegur gripur en hann er það þó ekki síst vegna þeirrar sögu sem fylgdi honum þegar hann kom til safnsins. Sagan segir nefnilega að þessi pottur hafi upprunalega komið frá álfum. Álfar á ferð? Það var í byrjun 19. aldar að maður nokkur sem bjó á Litlagarði í Dýrafirði í Ísafjarðarsýslu, Pálmi Guðmundsson að nafni, fór í göngutúr í tunglsljósi á gamlárskvöld. Pálmi var jarðbundinn maður og trúði hvorki á drauga né álfa. Hann ætlaði því ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann sá flokk af fólki á gangi fyrir neðan hlaðvarpann sem hélt á alls kyns dóti því hann sá ekki betur en þarna væru komnir álfar. Hann tók sérstaklega eftir því að fyrir aftan álfaskarann var lítið barn, um það bil 4 til 5 ára, sem var að rogast með eitthvað sem Pálmi sá ekki hvað var. Hann heyrði barnið þó greinilega kalla til mömmu sinnar og tók eftir því að barnið var hrætt um að það myndi dragast aftur úr og týna mömmu sinni og hinum álfunum. Það endaði með því að barnið gafst upp á að rogast með það sem það hafði í höndunum og lagði það frá sér á jörðina. Síðan hljóp barnið til hinna álfanna og allir héldu þeir för sinni áfram. Pálmi ákvað hins vegar að kanna hvað það var sem álfabarnið hafði skilið eftir á jörðinni og reyndist það vera þessi pottur, sem hefur síðan verið kallaður álfapotturinn. Potturinn stendur á þremur fótum og er fremur lítill eða um 10 cm á hæð. Hann er líklega frá 15. eða 16. öld.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=