Orðspor 3

ORÐSPOR 3 40 Litli kistilinn hennar Önnu Í baðstofunni var lítið persónulegt rými. Þar bjuggu oft 10–12 manns, sem sváfu þétt saman, mötuðust, unnu tóvinnu á kvöldin og hlustuðu á húslestur. Ekki voru þar skápar eða aðrar hirslur en flestir áttu þó lítinn kistil þar sem þeir geymdu persónulega smáhluti. Stundum var læst leynihólf í kistlinum, kallað handraði, þar sem hægt var að geyma verðmætari hluti og peninga. Kistillinn er smíðaður úr furu í kringum 1700 og er því um 300 ára gamall. Hann er allur útskorinn með teinungum og vafningum sem eiga sér ýmis nöfn. Á loki er hnúta- og bandfléttuverk, á bakhlið er bandflétta og á framhlið greinastrengur. Á göflunum eru fjórir vafningar sem tengjast hver öðrum. Það sem einkennir þennan útskurð eru könglarnir í miðjum vafningunum og mjóar greinar og blöð sem teygjast út frá aðalstofnunum. Fleiri gripir með svipuðum útskurði eru varðveittir í Þjóðminjasafninu en þeir eru allir frá Vestfjörðum. Ekki er þó víst að sami maður hafi skorið þá alla. En hver skyldi hafa átt þennan fallega kistil? Það vill svo vel til, að á hann er letrað með höfðaletri og latínuletri: Anna Þórðardóttir á þennan kistil. Í manntalinu frá 1703 er aðeins ein kona með þessu nafni á Vestfjörðum. Hún var húsfreyja á Þorfinnsstöðum í Mosvallahreppi í Vestur-Ísafjarðarsýslu, fædd 1671. Það er alls óvíst að hún hafi átt kistilinn, en svo mikið er víst að svo vandaðan kistil átti engin vinnukona. www.thjodminjasafn.is Í kistlum voru oft geymdir verðmætustu hlutir eigandans. Spreyttu þig! Að lesa og skilja Hér á opnunni og á þeirri næstu eru þrjár greinar. Veldu þá grein sem vekur áhuga þinn og leystu verkefni á bls. 28–31 í vinnubókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=