3. KAFLI 39 Tökum létta upprifjun á lestrartækni … skref fyrir skref Forlestur a. Hvaða vísbendingar gefur fyrirsögnin um innihaldið? b. Skoðið mynd og lesið myndatextann. c. Hvað vitið þið nú þegar um þetta efni? Hafið þið heyrt um Þórslíkneski? d. Hvað viljið þið vita meira? e. Rákust þið á orð sem þið skiljið ekki? 1 Lestur a. Stoppið eftir hverja efnisgrein og rifjið upp það sem lesið var. b. Stoppið við orð sem þið ekki skiljið og finnið merkingu þeirra. 2 Eftirlestur a. Ræðið saman um efni textans. b. Hvað vitið þið núna um Þórslíkneskið sem þið vissuð ekki áður? c. Gerið einfalt hugarkort. Það gæti til dæmis litið svona út. 3 Hvað er? Þórslíkneski Lýsing Hvar fannst? Hver er? Litli bronskarlinn Þórslíkneskið svokallaða er lítið mannslíkan úr bronsi. Ákveðin stíleinkenni benda til þess að líkneskið hafi verið gert nálægt aldamótunum 1000. Það er talið sýna Þór sem var einn fremsti guð norrænna manna í heiðnum sið. Bronskarlinn heldur báðum höndum um hlut sem talinn hefur verið Þórshamar en líkist mjög kristnum krossi. Líkneskið fannst árið 1815 eða 1816 hjá Eyrarlandi við Eyjafjörð. Það var sent til Kaupmannahafnar árið 1817 en kom aftur til Íslands 1930 ásamt ýmsum öðrum forngripum úr Þjóðminjasafni Dana. Á tímabilinu 800–1000 var heiðin trú ríkjandi á Íslandi en allt frá landnámi bjuggu hér kristnir menn að því er virðist í friðsamlegri sambúð við þá heiðnu. www.thjodminjasafn.is Þór var þrumuguð norrænna manna í heiðnum sið. Hann var stór og mikill að vexti. Hamar Þórs hét Mjölnir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=