Orðspor 3

ORÐSPOR 3 38 Lestur Á meðan þú lest textann. Lestu textann vandlega. Haltu athygli og hugsaðu um efnið. Finndu merkingu orða sem þú skilur ekki. Eftirlestur Vangaveltur eftir að lestri lýkur. Ræddu um textann, finndu lykilorð, glósaðu, gerðu hugarkort eða orðaský. Forlestur Áður en þú lest textann. Skannaðu fyrirsögn, millifyrirsagnir, myndir og myndatexta. Fræði – Æði – Lestrartækni (Ææ, þetta rímar ekki) Fólkið sem aflar upplýsinga með því að leita að og rannsaka fornleifar kallast fornleifafræðingar. Störf þeirra eru fjölbreytt. Aðra stundina liggja þeir ef til vill í moldarflagi og sigta jarðveg en hina grúska þeir á rannsóknarstofum og draga ályktanir út frá uppgötvunum sínum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Fornleifafræðingar þurfa líka að koma rannsóknarniðurstöðum frá sér. Þeir skrifa því margar fræðigreinar og skýrslur. Auk þess lesa þeir mikið og kynna sér það sem starfsfélagar þeirra eru að vinna við. Líklega má gera ráð fyrir að við lestur á erfiðum og flóknum fræðigreinum beiti fornleifafræðingar svipaðri lestrartækni og þið hafið æft ykkur í að beita í Orðspori 1 og 2. Rifjum upp: Langur og flókinn fræðitexti getur orðið leikur einn ef þú tileinkar þér þessa lestrartækni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=