Orðspor 3

3. KAFLI 37 Þekking á fortíðinni er góður undirbúningur fyrir framtíðina Það er fátt skemmtilegra en að sökkva sér niður í frásagnir af kempum fortíðar, sögulegum merkisatburðum, gömlum verkháttum, stríðsátökum og eldgömlum samfélögum. En hvaðan fáum við vitneskju um forna atburði, verklag og merka einstaklinga? Sumt er hægt að lesa um í rituðum heimildum en oftar en ekki fáum við mikilvægar upplýsingar um fortíðina með því að finna, rannsaka og álykta um fornleifar. Fornleifar eru leifar fornrar menningar, húsa, muna og lífvera. Fornleifafræði kallast fræðigrein sem fæst við forna menningu með rannsóknum á fornleifum. Hefur þú séð og skoðað fornmuni? Hvar? Hvaða munir eru eftirminnilegir? Hvaða fornmuni langar þig að sjá með eigin augum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=