Orðspor 3

35 Upphrópunarmerki ! Þegar tákna á upphrópun eins og aðvörun, undrun, gleði, sársauka eða skipun er tilvalið að nota upphrópunarmerki. En munið að nota þau sparlega og eitt dugar vel. Dæmi: Hæ! Ái! Passaðu þig! Glæsilegt! Taktu til eins og skot! Komma , Kommu skal nota • í upptalningu. Dæmi: Í herberginu mínu er rúm, skrifborð, stóll og kommóða. • með innskotssetningum. Dæmi: Frægi leikarinn, sem lék í vélmennamyndinni, er á leið til landsins. • til að afmarka ávarp. Dæmi: Hættu nú í tölvunni, mamma mín, og farðu frekar út í göngutúr. Afi, viltu segja okkur sögu? Tvípunktur : Tvípunktur er settur • á undan beinni ræðu eða beinum tilvitnunum ef á undan fara inngangsorð. Dæmi: Þá sagði Sigurður: „Viltu lána mér bókina þína?“ • á undan upptalningu í málsgrein. Dæmi: Í dag þarf ég að vinna þessi verk: Ganga með hundinn, þvo bílinn, sópa stéttina og fara út með ruslið. Gæsalappir „ “ Gæsalappir eru settar í texta til að afmarka • það sem einhver segir. (Bein ræða) Dæmi: „Ég er hætt,“ öskraði Lísa þegar hún tapaði. • beina tilvitnun. Dæmi: Í pósti frá kennaranum stendur: „Lísa missti stjórn á skapi sínu í dag en róaðist fljótt.“ Íslenskar gæsalappir líta svona út: Þetta er eins og 99 og 66. Þetta er ótrúlegt! Ert þú ekki líka að fíla þessi greinarmerki? Eins og Málfróður myndi segja: „Greinarmerki eru ógeðslega sniðug og algjörlega ómissandi!“ Ja, hann myndi nú kannski ekki segja „ógeðslega.“ „ “ vinnubók bls. 24–25 verkefni 4–6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=