ORÐSPOR 3 34 Stafsetningarsjónaukinn Um greinarmerki Punktur . Punkt skal nota • í lok málsgreinar. Dæmi: Þetta er dæmi um málsgrein sem endar á punkti. • á eftir raðtölu. Dæmi: Ég á afmæli 15. apríl. Matthildur var í 1. sæti á mótinu. • þegar orð er skammstafað. Dæmi: t.d., a.m.k., o.s.frv., tsk. Ekki skal setja punkt • á eftir fyrirsögn. • ef málsgrein endar á skammstöfun eða raðtölu. (Aldrei tveir punktar í röð.) • á eftir skammstöfunum í mælikerfinu. Dæmi: Hann hljóp 5 km í gær. Settu 3 dl af hveiti í skál. Spurningarmerki ? Spurningarmerki er sett á eftir beinni spurningu. Dæmi: Hvað er klukkan? Hvenær kemur afi? Hvað á að gera næst? Greinarmerki eru tákn sem notuð eru í texta til að • gera hann skiljanlegri. • afmarka málsgreinar. • gefa til kynna spurningu. • auðvelda lestur með því að gefa til kynna hik, þagnir og áherslur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=