Orðspor 3

33 Vísur fyrir vonda krakka Höfundur: Davíð Þór Jónsson „Ótrúlega fyndin ljóð sem koma á óvart. Í flestum ljóðunum er kaldhæðni og svartur húmor sem ég fíla. Það er endarím í ljóðunum en samt notar Davíð Þór alls kyns bragarhætti þannig að bókin er ekki öll í sama takti, ef þú skilur hvað ég meina. Ekki kannski fyrir viðkvæmar sálir eða þá sem móðgast auðveldlega.“ Vaka Sól, 12 ára. Bland í poka af gömlum og góðum „Ég fann ljóðabækur í bókaskáp foreldra minna. Sumar þeirra voru gjöf frá þeirra foreldrum. Sem sagt gamalt og eldgamalt stöff J. Mörg ljóðin fjalla um náttúruna og að við eigum að elska Ísland. Kannski vildu skáldin ýta undir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, landið var ekki sjálfstætt þegar sum ljóðin voru skrifuð. Ég las líka mörg ástarljóð og ljóð sem fjalla um söknuð og heimþrá. Ég hvet þig til að kíkja í bókahillurnar heima hjá þér og á bókasöfnum og glugga í gamlar ljóðabækur.“ Úlfur, 13 ára Skoðaðu ljóðabækur. Veldu þér eina sem er þér að skapi og svaraðu eftirfarandi spurningum. • Hvernig finnst þér titill og kápa bókarinnar? • Hver er höfundur bókarinnar? • Er bókin myndskreytt? Ef svo er, hvernig finnst þér myndirnar? • Eru ljóðin hefðbundin eða óhefðbundin? Veldu þér eitt ljóð og skrifaðu það annaðhvort niður eða lýstu í nokkrum málsgreinum um hvað það er. Ljóðabækur! Hver er munurinn á hefðbundnum og óhefðbundnum ljóðum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=