Orðspor 3

ORÐSPOR 3 30 Elsku stelpur Hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík heitir Skrekkur. Í keppninni árið 2015 komu, sáu og sigruðu stelpur úr Hagaskóla. Þær fluttu ljóð og nýttu tónlist og dans við flutninginn. Atriðið þeirra má vel flokka sem ljóðaslamm. Ljóðið var innblásið kröfu um jafnrétti kynjanna og athygli vakti að þær þrjár sem fóru með textann voru íklæddar rauðum sokkum. Það er vísun í svokallaðar rauðsokkur. Óhætt er að segja að atriðið hafi vakið athygli og tendrað jafnréttislogann í mörgum hjörtum. Stígamót veittu stelpunum réttlætisviðurkenningu árið 2015 og sögðu við það tilefni: „Elsku stelpur, áfram með ykkur! Við dáumst að ykkur og hvetjum ykkur til dáða.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=