Orðspor 3

2. KAFLI 29 Aftur að ljóðaslammi … Ljóðaslamm er líka flutningur orðaruna. Líkt og með þulurnar nýta skáld oft endarím og línurnar eru ekki allar jafn langar, með jafn mörg atkvæði. Takturinn má breytast. Ljóðaslammari nýtir sér oft takt eða tónlist að sama skapi og rapparar gera. Textinn í ljóðaslammi getur innihaldið slettur og slangur og fjallað um það sem gerist á líðandi stundu, verið ádeila á eitthvað í þjóðfélaginu. En hann getur líka verið nýttur í stað tækifærisræðu, eins og við afmæli, brúðkaup eða fermingu. Ljóðaslamm Grínhildar Fyrir mörgum árum fæddist Málfróður eldrauður, sköllóttur, grenjandi og óður sýndi fljótt að hann er ýkt góður í málfræði, algebru, sögu og þýsku þrátt fyrir að vera ekki beint í tísku. Hans helsta lán var að verða nítján þá var ég bara þrettán því þá hitti hann mig og kurteisislega hann kynnti sig. Í öll þessi ár hefur hann notið þess hvað ég er klár falleg, fyndin og með glansandi hár enda erum við algjörir perluvinir og hegðum okkur ekki alltaf eins og hinir en fjölbreytni er dásamleg og ég svo sniðug, snjöll og frumleg. Það besta við Málfróð er klárlega það hversu oft karlanginn fer í froðubað djók – hann er algjört yndi þótt endahnút ég hér bindi. vinnubók bls. 22 verkefni 1 og 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=