Orðspor 3

ORÐSPOR 3 28 Þulur Kíkjum í kistu fortíðar. Þar finnum við kveðskap sem kallast þulur. Þulur gengu á milli manna. Þær eru langar orðarunur og hafa oftast endarím. Þulur voru afþreying og dægrastytting hér áður fyrr. Þær voru þess tíma kvikmyndir, bækur, tölvuleikir og spil. Þegar einhver fór með þulu, sátu aðrir og hlustuðu. Theódóra Thoroddsen orti margar þulur og þið þekkið örugglega nokkrar af þeim frá því að þið voruð á leikskólaaldri. Skoðið til dæmis byrjunina á þessari þulu: Tunglið, tunglið taktu mig Tunglið tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Mun þar vera margt að sjá mörgu hefurðu sagt mér frá, þegar þú leiðst um loftin blá og leist til mín um rifinn skjá. Komdu, litla lipurtá langi þig að heyra. Hvað mig dreymdi, hvað ég sá og kannski sitthvað fleira. Ljáðu mér eyra. Theódóra Thoroddsen Skoðið á netinu og/eða í bókum fleiri þulur. Finnið þulu sem ykkur finnst vera barnaleg. Finnið einnig þulu sem ykkur líkar við. Af hverju höfðar hún til ykkar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=