Orðspor 3

2. KAFLI 27 Hvað er ljóðaslamm? Framar í þessari bók æfðum við okkur í framsögn. Núna ætlum við að að læra eitt tjáningarform sem kallast ljóðaslamm. Hvað er nú það? Góð spurning. Ljóðaslamm snýst um flutning frumsamins ljóðs. Skáldið notar gjarnan tónlist, myndefni, hljóð, dans, leiklist og fleira þegar það flytur ljóðið líkt og gjörning. Orðið ljóðaslamm er líka notað yfir það þegar mörg skáld koma saman og flytja verk sín fyrir áheyrendur. Yfirleitt keppa skáldin sín á milli um hylli áheyrenda og jafnvel dómara. Verkin eru venjulega um 3–5 mínútna löng og eru ýmist flutt af einstaklingi eða litlum hóp. Ljóðaslamm er árlegur viðburður á Borgarbókasafni. Fyrsta keppnin var árið 2008 og á hverju ári er ákveðið þema sem verkin eiga að falla undir. Dæmi um þemu eru: Spenna, hrollur, væmni, myrkur, af öllu hjarta og sykur. Á heimasíðu safnsins er hægt að finna myndbönd af þeim atriðum sem dómnefndin hafði velþóknun á síðustu ár. Orðið ljóðaslamm er þýðing enska orðsins poetry slam. Slam gætum við líka þýtt sem skellur. Þætti þér orðið ljóðaskellur betra en ljóðaslamm? Af hverju? Af hverju ekki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=