25 Fjársjóðsleit í Granada Höfundur: Ólafur Páll Jónsson „Halla flytur með foreldrum sínum til Spánar. Mér fannst gaman hvernig Halla upplifir skólann úti og að höfundurinn notar spænsk orð. T.d. þýðir spænska orðið kaka, kúkur. Það er fyndið. Pabbi Höllu segir henni frá Márum og að þeir hafi skilið fjársjóð eftir í borginni sem er ófundinn. Halla ákveður að finna fjársjóðinn og eins og titill bókarinnar sýnir þá fjallar hún að mestu um þessa fjársjóðsleit. Finnur hún fjársjóðinn? Tja, bara ein leið til að finna það út …lesa! J“ Unnsteinn, 13 ára. Kossar og ólífur Höfundur: Jónína Leósdóttir „Anna er nýútskrifuð úr grunnskóla. Hún fær flugmiða til Englands í afmælisgjöf og þær fréttir að hún eigi að vinna á gistiheimili, sem bresk frænka hennar á, allt sumarið. Önnu langar ekkert að fara enda nýbyrjuð með strák. Hún fer þó og gerist sagan að mestu í Brighton. Anna tekst á við margt nýtt, kynnist nýju fólki auk þess að kynnast sjálfri sér. Það er ekki laust við að bókin skilji eftir áhuga á því að prófa að búa í öðru landi eitt sumar.“ Hekla Dís, 13 ára. Ef þú mættir velja að lesa bók sem gerist í einhverju Evrópulandi, hvaða land myndir þú velja? Af hverju það land? Lestu sögur sem gerast í Evrópu! vinnubók bls. 20–21
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=