Orðspor 3

23 Meistari Aung J Til haming ju með sigurinn og titilinn. Þið eigið hann svo vel skilið enda duglegir að æfa. Ég fékk nýjan flamenco kjól fyrir danssýninguna. H ann er grænn með hvítum doppum. Mjög flottur. Öll nýju sp orin, sem ég var að æfa og stressa mig á í síðasta bréfi, smullu á sýningunni og ég get því ekki annað en verið rosalega sátt. Um næstu helgi fer ég með æfingafélögum mínum á borðtennis- mót í Sevilla. Fyrst áttum við að taka rútu þangað en foreldrar okkar ákváðu, í samráði við þjálfarann, að splæsa í f lug. Sem betur fer, mér finnst mjög leiðinlegt að sitja leng i í rútu. Þú skrifaðir ekkert í þessu bréfi um skólaballið sem þ ú varst svo spenntur fyrir. Dansaðir þú við Mary? Ég er mjög s pennt að heyra framhaldið. J Bestu kveðjur héðan úr sólinni, þín vinkona Emilia. Finnið Írland og Spán á landakorti. Hafið þið ferðast til þessara landa? Ef svo er, hvað stóð upp úr? Ef þið hafið ekki farið, mynduð þið vilja heimsækja löndin? Af hverju? Af hverju ekki? Hvað vitið þið um þessi lönd? Finnið á landakorti hvar löndin Burma og Bangladess eru. Í hvaða heimsálfu eru þessi lönd? Skoðið hvaða lönd eiga landamæri að þeim. Vitið þið eitthvað um þau? Hvað langar ykkur að vita um þau? Hvernig kæmumst við frá Íslandi til þessarra landa? Ímyndaðu þér að þú ættir pennavin og skrifaðu honum bréf þar sem þú segir honum frá sjálfri/sjálfum þér. vinnubók bls. 19 verkefni 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=