Orðspor 3

ORÐSPOR 3 22 Pennavinir Emilia er alltaf spennt þegar hún sér enskukennarann koma með þykkt, brúnt umslag inn í tíma. Hún veit að þá eru komin bréf frá Írlandi. Í dag er einmitt slíkur dagur. Hún bíður óróleg á meðan kennarinn dreifir umslögum til nemenda og þekkir strax skriftina hans Aung þegar hún tekur við umslagi. Sæl Emilia. Takk fyrir bréfið. Það er alltaf gaman að heyra hvað þú ert að bralla. Manstu að ég sagði þér frá því að við hefðum komist í úrslit í okkar aldursflokki? Jæja, heldurðu að við höfum ekki bara tekið hitt liðið í nefið! Leikurinn fór 3-1 og ég átti eina stoðsendingu J Þú mátt því ávarpa mig sem meistara Aung í næsta bréfi. Djók. Ég fór á ströndina um síðustu helgi. Við keyrðum í klukkustund en ég get ímyndað mér að þetta hafi ekki verið eins og á Spáni. Það voru allir kappklæddir, því það var svo kalt úti. Við vorum ekki með trefla og húfur sko en enginn sprangaði um á bikiní eða stuttbuxum heldur. Mér fannst gaman að spila fótbolta í sandinum, leggjast á teppi með bók og borða nesti. Hvernig gekk þér á danssýningunni? Bestu kveðjur og ég hlakka til að fá bréf frá þér. Þinn vinur, Aung.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=