Orðspor 3

19 Síðar í þessari bók verða hugtökin talmál og ritmál skoðuð nánar. Spennast magnast … Finndu þér námsfélaga. Spjallið saman í 5 mínútur og segið t.d. frá kvikmynd sem þið hafið nýlega séð, bók sem þið hafið lesið eða hvað þið gerðuð um síðustu helgi. Á meðan þið spjallið saman punktið niður hjá ykkur þau hikorð sem félagi ykkar notar. Í ritmáli þarft þú að skrifa fulla hugsun og gæta þess að byrja og enda málsgreinar til að lesandi skilji þig. Í talmáli getur þú sagt: „Hann alveg bara …“ og sá sem þú talar við skilur hvað þú meinar t.d. af því að þú notar ákveðinn tón eða sýnir svipbrigði. Í ritmáli notar þú alltaf heilar málsgreinar Í talmáli hendir þú gjarnan inn hikorðum Þegar þú talar notar þú hikorð til að kaupa þér tíma til að hugsa. Hikorð eru t.d. hmm, sko, þú veist, hérna, þarna. Þessum orðum sleppir þú í ritmáli. vinnubók bls. 18 verkefni 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=