Orðspor 3

ORÐSPOR 3 18 Talmál er allt önnur Ella en ritmál! Við getum flest verið sammála um að við tölum ekki eins og við skrifum. Ertu ekki sammála? Skoðum þessi fjögur atriði sem eru bara nokkur dæmi um mismuninn á talmáli og rituðu máli: Í talmáli velur þú óformlegri orð Á meðan þú myndir nota strætó, bara, mamma og soldið í samtölum við vini þína myndir þú skrifa strætisvagn, aðeins, móðir og svolítið í ritgerð. Málfarsmolinn Málfarsmolinn Málfarsmolinn Í ritmáli reynir þú að forðast slangur Þú segir kannski að eitthvað sé hellað, illað, nett og grúví en þú myndir velja orð í ritgerðir sem úreldast ekki eins hratt og slangur á til að gera. Það notar líkast til enginn í dag þessi slangurorð hér að ofan í samtölum við vini sína!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=