Orðspor 3

1. KAFLI 17 Undirbúningur 1. Málefnið er: Samfélagsmiðlar eiga að vera lokaðir öllum yngri en 18 ára. Kennarinn tilkynnir ykkur hvort ykkar hópur er með eða á móti málefninu. Seinna hittið þið hóp sem er á öndverðum meiði. 2. Skrifið niður rök til að útskýra ykkar skoðun. Með: Af hverju eiga yngri en 18 ára ekki að vera á samfélagsmiðlum? Móti: Af hverju eiga þeir að vera þar? 3. Skoðið rökin og reynið að finna út hver þeirra eru slök. Strikið þau út. 4. Skrifið niður hvaða rök þið gætuð heyrt frá andstæðingi ykkar og reynið að finna mótrök. Hittið hóp sem er ósammála ykkur 1. Skiptist á að kynna ykkar rök. Hópurinn sem er sammála málefninu byrjar að kynna sín rök. Hópurinn sem er á móti málefninu tekur svo við. 2. Hlustið vel á rök hins hópsins, punktið niður lykilorð til að muna hver þau eru. 3. Þakkið hinum hópnum fyrir rökin og ákveðið að hittast aftur eftir 5–10 mínútur. Vinnið úr mótrökunum 1. Hver hópur vinnur úr mótrökunum. Hver eru góð og hver eru slakari? 2. Berið þau saman við ykkar upprunalegu rök. Komu mótrök sem fella ykkar rök? Ef svo er þá eru þau orðin slök rök og ættu að strikast út. 3. Lesið yfir þau rök sem standa eftir og komið með tillögu að málamiðlun. Hvaða lausn finnið þið þar sem allir vinna? Hittið sama hópinn og þið hittuð áðan 1 Kynnið ykkar málamiðlun og hlustið á þeirra. 2. Geta hóparnir komist að sameiginlegri niðurstöðu? Já – Hver er hún? Nei – Af hverju tókst það ekki? 3. Sýnið kennara þá málamiðlun sem þið funduð og hvort tekist hafi í sameiningu að komast að niðurstöðu sem hentar báðum skoðunum. 1 2 3 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=