Orðspor 3

ORÐSPOR 3 16 Hlustaðu á andstæðinginn Framar í kaflanum er komið inn á mikilvægi þess að hlusta á rök andstæðingsins. Sá sem ekki hlustar á mótrök verður aldrei sterkur í rökræðum. Það er ekki bara sá sem hefur orðið sem hefur hlutverk. Þeir sem hlusta þurfa að einbeita sér að því sem sagt er til að reyna að finna mótrök. Það er mikilvægt að sýna rökum annarra virðingu. Þið eruð kannski ekki sammála en það er dónaskapur að ranghvolfa augunum, hunsa eða púa niður annarra rök. Því hver veit, ef þið hlustið af virðingu og með opnum hug á annarra manna rök þá eru meiri líkur á því að hægt sé að komast að málamiðlun. Þá er komið til móts við allar skoðanir og allir vinna! Spreytið ykkur! Rökræður Bekknum er skipt upp í hópa. Hópafjöldinn verður að vera slétt tala, því tveir og tveir hópar vinna saman þegar líður á verkefnið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=