Orðspor 3

1. KAFLI 15 Undirbúðu rökræður Æfðu þig í að byggja upp rökræður. Gott er að hafa í huga fjögur skref þegar þú undirbýrð þig. Kallaðu þann sem þú rökræðir við andstæðing þinn. 1. Taktu afstöðu í ákveðnu máli. Ert þú sammála eða ósammála? 2. Skrifaðu niður eins mörg rök og þú finnur til að styðja skoðun þína. 3. Skoðaðu rökin þín og reyndu að finna út hver þeirra eru slök. Slök rök eru þau sem andstæðingur þinn getur andmælt og skotið í kaf. Strikaðu út öll slök rök. 4. Skrifaðu niður hvaða rök þú gætir mögulega heyrt frá andstæðingi þínum og finndu mótrök. Hér eru nokkrar hugmyndir að umræðuefnum sem þið getið skoðað: – Það á að leggja niður jólafrí í skólum. – Allir eldri en 12 ára eiga að fá að taka bílpróf. – Fullorðnir á heimilinu eiga alltaf að ráða hvað er í matinn. – Það er nauðsynlegt að fara í sturtu á hverjum degi. Mótrök eru rök gegn þínum rökum. Þegar andstæðingur er ósammála þínum rökum og getur rökstutt af hverju. vinnubók bls. 14–15 verkefni 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=