Orðspor 3

ORÐSPOR 3 14 Þá eru nokkrir kostir í stöðunni: a) Þú sættir þig við að fá ekki nýjan síma. b) Þú saltar málið en heldur áfram að safna rökum til að sannfæra foreldrið síðar. c) Þú gætir fundið málamiðlun og samið t.d. um að borga hluta af símanum úr eigin vasa. d) Þú tryllist og kallar foreldri þitt öllum illum nöfnum. Þetta er eins í rökræðum. Þú rökræðir um ákveðið málefni. Í lok rökræðanna áttu fjóra valkosti. a) Skiptir um skoðun og sérð að hin hliðin á málinu er alveg jafn góð eða jafnvel betri. b) Þú ert enn sannfærð/ur um málstað þinn en þarft að bæta rök þín til að sannfæra aðra. c) Þú reynir að finna málamiðlun með þeim sem þú rökræðir við. d) Þú hjólar í þann sem er ósammála þér og rakkar hann niður. Valkostur d er vonlaus. Þú færð ekki það sem þú vilt og þú hefur sært foreldri þitt. Rökin dugðu ekki til og þú tæklaðir manneskjuna, ekki boltann. Við sjáum öll að valkostur d er alltaf út úr korti, bjánalegur og engum til f r amd r á t t a r.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=