ORÐSPOR 3 12 Æfingin skapar meistarann! Það besta við að vera góður í framsögn er að þá hættir manni að finnast það mjög erfitt eða mikið mál að standa fyrir framan aðra og tala. Lesið nokkrum sinnum yfir ljóðið Að setja mark sitt á lífið. Finnið tilfinninguna í því og reynið að leggja það á minnið. Flytjið það fyrir námsfélaga ykkar, reynið að líta sem minnst í bókina og flytja ljóðið – ekki lesa það. • Sýnið blæbrigði og reynið fyrst og fremst að ná tilfinningunni út úr orðunum. • Hugið að raddstyrk. Spyrjið námsfélagann hvort þið lesið of hátt/lágt. • Hugið að lestrarhraða. Spyrjið námsfélagann hvort þið lesið of hratt/hægt. • Hugið að skýrleika. Spyrjið námsfélagann hvort þið lesið skýrt. Mundu að það skiptir máli að: • Æfa sig vel og vera undirbúinn. • Hugsa um líkamsstöðu. • Hugsa um raddstyrkinn, skýrleika og hraða. • Tala með blæbrigðum. • Muna eftir áheyrendum og líta upp. • Njóta þess að hafa orðið. Að setja mark sitt á lífið hvíthærða konan sem tók sér örlitla hvíld frá dauðastríðinu til að beygja sig mót jörðu og hnoða 1 stk. snjóbolta öðlaðist algjörlega óafvitandi eilíft líf þegar hún gerði heiðvirða tilraun til að hitta í mark grárra andlita okkar í strætisvagninum Steinar Bragi
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=