Orðspor 3

1. KAFLI 11 Nú ætlar þú að æfa líkamsstöðuna og halda stutta kynningu. Þegar röðin kemur að þér stendur þú upp fyrir framan bekkjarfélagana og kynnir þig með því að segja: • Nafn og ef þú átt gælunafn. • Aldur og afmælisdag. • Hvert langar þig að ferðast og af hverju? MUNDU AÐ: Snúa fram. Standa kyrr í báða fætur. Takmarka handapat. Ná augnsambandi. Raddstyrkur og blæbrigði Góður raddstyrkur skiptir miklu máli. Ekki þýðir að hvísla orðin þegar þið reynið að ná athygli áheyranda. Það er líka mjög óþægilegt að hlusta á einhvern sem nánast æpir upp heilu ræðurnar. Einnig er mikilvægt að lesa skýrt og á góðum hraða. Sá sem muldrar eða les mjög hratt skilar orðunum illa til áheyrenda. Hér að framan æfðuð þið ykkur í að lesa málsgrein með áherslu á ólík orð. Það er nauðsynlegt að röddin sýni blæbrigði þegar maður heldur tölu. Enginn nennir að hlusta á þann sem talar eintóna. Hvað þýðir það? Jú, gullin mín að tala eintóna er að tala í sama tóni. Líkt og ef einhver myndi semja lag sem væri frá upphafi til enda einn og sami tónninn. Það myndi sko enginn nenna að hlusta á það heldur! Skiljið þið? Sko snillingarnir mínir, þetta er allt að koma hjá ykkur. Þá er bara lokahnykkurinn eftir! Psssst, nú er tilvalið að segjast ekki skilja (þó svo að þið skiljið) og fá kennara ykkar til að taka dæmi. Bráðskemmtilegt atriði alveg hreint.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=