Orðspor 3

119 Grínhildur!!! Það er betra að segja: Verið þið margblessuð og sæl. Sæl að sinni. Takk fyrir samveruna. Bless! Ég veit að það er erfitt að kveðja. En ég verð að fara. Ég þarf að setjast niður og skrifa langan tölvupóst til hennar Mallöllu. Jæja, elskan mín. Orðspori er lokið! Líklega munt þú seint opna aðra eins eðalbók. Ekki gleyma að menntun er öflugt vopn… nei eða ég meina sko… ummm, menntun er vegabréf inn í framtíðina. Svo ekki gleyma vegabréfinu heima! Ég vona að þú munir eftir öllu sem ég hef lagt á vogarskálarnar til að gera þig að snillingi. Gefðu allt sem þú átt því draumurinn getur ræst! Þú þarft að reyna á þig því sá sigur er sætastur sem þú átt skilið! Já, ekkert án erfiðis fæst. Mér líst vel á hana. Ég ætla að gera hana að pennavini mínum. Hvaða tungumál skildi hún tala? Ég þarf að dusta rykið af erlendskunni. Ókei, bæ!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=