Orðspor 3

117 UN-orðin Sagnorð verður kvenkyns nafnorð Mörg kvenkynsnafnorð sem mynduð eru úr sagnorðum enda á -un. Þau skal alltaf skrifa með einu n. Að rita = ritun, að undra = undrun, að opna = opnun. nefnifall þolfall þágufall eignarfall ritun ritun ritun ritunar undrun undrun undrun undrunar opnun opnun opnun opnunar Hv- og kv- orð Flestir bera stafina hv- og kv- fram á sama hátt og segja kv-. Það getur þó valdið misskilningi því sum orð hafa mismunandi merkingu eftir því hvort þau eru skrifuð með hv- eða kv. Dæmi: hvalir og kvalir Öll spurnarorð eru skrifuð með hv. ? Hvað, hvaða, hvaðan, hvar, hvenær, hver, hvernig, hversu, hve, hví, hvílíkur, hvort.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=