ORÐSPOR 3 116 Steins-reglan Karlkynsorð sem enda á –inn eða –unn í nefnifalli eintölu eru skrifuð með einu n í öðrum föllum. Dæmi um orð sem enda á –inn: Héðinn, Kristinn, himinn, drottinn, Óðinn, Þórarinn. Dæmi um orð sem enda á – unn: morgunn, jötunn. nefnifall þolfall þágufall eignarfall Óðinn Óðin Óðni Óðins himinn himin himni himins morgunn morgun morgni morguns UNN-orðin (Einkunnarreglan) Kvenkynsorð sem enda á -unn eru alltaf skrifuð með -nn. Ingunn, Þórunn, Dýrunn, Sæunn, Iðunn, Ljótunn, Jórunn, Steinunn, einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn. nefnifall þolfall þágufall eignarfall eintala einkunn einkunn einkunn einkunnar fleirtala einkunnir einkunnir einkunnum einkunna Steinunn Steinunni Steinunni Steinunnar Sæunn Sæunni Sæunni Sæunnar Iðunn Iðunni Iðunni Iðunnar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=