Orðspor 3

ORÐSPOR 3 114 Upprifjun Um stóran og lítinn staf Við skrifum stóran staf: • í upphafi málsgreina: Einu sinni var … • í sérnöfnum: Markús, Nína, Snati og Dimma • í nöfnum á löndum, örnefnum, stöðum og götum: Ísland, Tindastóll, Þingvellir, Silfurgata • í þjóðaheitum: Íslendingar, Bretar, Víetnamar • í nöfnum fyrirtækja, fréttablaða og félaga • þegar við skeytum orði framan við sérnafn: Langi-Mangi, Tyrkja-Gudda Við skrifum lítinn staf í heitum: • daga: laugardagur, sunnudagur • mánaða: júlí, september • hátíða: páskar, jól, hvítasunna • námsgreina: íþróttir, samfélagsfræði • í tungumálaheitum: íslenska, enska, danska, þýska • í viðurnefnum: Leifur heppni, Auður djúpúðga Einfaldur eða tvöfaldur samhljóði Þegar tveir samhljóðar standa hlið við hlið kallast það tvöfaldur samhljóði. Dæmi: kyssa, hoppa, ekki, uppi, Oft getur reynst erfitt að vita hvort skrifa eigi einfaldan eða tvöfaldan samhljóða. Þá er gott að huga að framburði. Á undan tvöföldum samhljóða er stutt sérhljóð, t.d. veggur, takka, kalla. Á undan einföldum samhljóða er langt sérhljóð, t.d. vegur, taka, kala. Sérhljóðar a, á, e, é, i, í, o, u, ú, y, ý, ö Samhljóðar b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, x, þ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=