Orðspor 3

7. KAFLI 113 Nýja stjórnin hefur boðað til málfundar á Alþingi vegna gagnrýni almennings á sparnaðaraðgerðir í skólakerfinu. Umræðuefnið er: Eru breytingarnar til góðs eða ills? Hér fá hinir útvöldu og hinir brottreknu tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri við nýju stjórnina. Undirbúið ykkur fyrir málfund 1. Finnið sex góð rök sem styðja málstað ykkar. 2. Semjið formlega ræðu þar sem skoðanir ykkar eru settar fram og rökstuddar. 3. Farið vel yfir textann. Athugið málfar og útrýmið villum. 4. Veljið framsögumenn úr ykkar flokki til að tala máli ykkar á fundinum. 5. Setjið málfundinn á svið. Kennari er fulltrúi nýju stjórnarinnar og gæti jafnvel andmælt orðum ykkar eða komið með mótrök. 6. Hver er niðurstaða fundarins? „Menntun er vegabréf okkar til framtíðar. Því morgundagurinn tilheyrir þeim sem undirbúa sig í dag.“ Malcolm X „Ég hvet ykkur til að stíga fram, vera sýnileg og spyrja ykkur … Ef ekki ég, þá hver? Ef ekki núna, þá hvenær?“ Emma Watson „Menntun er öflugasta vopnið sem við höfum til að bæta heiminn.“ Nelson Mandela Málfundur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=