Orðspor 3

ORÐSPOR 3 112 1. Ákveðið hópastærðir innan hvors flokks (hinir útvöldu og hinir brottreknu). Hvor hópur kynnir sér vel vefsíðuna Margmiðlun sem þið finnið inni á heimasíðu Menntamálastofnunar (www.mms.is) með því að nota leitina. Inn á síðunni veljið þið Kvikmyndagerð. Skoðið myndbönd sem tengjast gerð heimildarmynda, handrita og söguborða. Mörg önnur gagnleg myndbönd er að finna á vefnum t.d. um hljóð á tökustað, ljós og lýsingu, klippingu og annað. 2. Hvor hópur fyrir sig vinnur mynd sem lýsir sínu hlutskipti. Veljið a.m.k. sex af eftirfarandi verkefnum til að hafa í myndinni ykkar. • Stutt útskýring á því sem gerst hefur. • Fréttaskot um hvernig lífið er fyrir nemendur eftir breytingu, séð með augum ykkar flokks. • Berið saman lífið fyrir og eftir tilskipunina. • Viðtal við kennara sem annaðhvort varð eftir eða missti starfið. • Viðtal við nemanda sem tilheyrir þínum flokki. • Viðtal við ráðamann í nýju stjórninni. • Viðtal við skólastjórnanda. • Fólkið á götunni. Hvað hefur það að segja um þetta fyrirkomulag? • Framtíðarsýn. Hvernig samfélag mun byggjast upp? • Aðrar hugmyndir sem hópurinn fær. 3. Skiptið með ykkur verkum og semjið handrit að heimildarmyndinni. 4. Teiknið upp söguborð. 5. Takið myndina upp. Hugið að hljóði og lýsingu. 6. Klippið myndina. 7. Frumsýnið! Heimildarmynd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=