1. KAFLI 9 Nú hafið þið hitað upp raddböndin. Þá ætlum við að skoða áherslurnar vel. Lesið málsgreinina með því að leggja áherslu á orðið þú mér mitt það án Lesið aftur málsgreinina og leggið áherslu á öll orðin (þú, mitt, án, mér og það). Að lokum ætlið þið að skoða hvernig mismunandi tilfinning getur breytt upplifun hlustanda á málsgreininni. • Lesið málsgreinina eins og hún sé mjög sorgleg. • Lesið hana eins og hún sé mjög spennandi og hálf ógnvekjandi. • Lesið hana eins og hún sé fyndin og skemmtileg. Á hverju ári hefst Stóra upplestrakeppnin á degi íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekk um allt land æfa sig í upplestri þar til skólakeppnin er haldin í lok febrúar. Kalla má keppnina uppskeruhátíð þar sem allir sýna hvað þeir hafa tekið miklum framförum. Valdir eru allt að þrír keppendur til að keppa fyrir hönd skólans í héraðskeppninni sem fer venjulega fram í mars. Þegar við leggjum áherslu á ákveðið orð í málsgrein er gott að reyna að lengja aðeins sérhljóðið og hafa örlítið hik á eftir orðinu, til þess að hlustandi geti meðtekið það. vinnubók bls. 13 verkefni 9 og 10
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=