Orðspor 3

107 Faðir Malala, Ziauddin Yousafzai, rak skóla í heimalandinu. Hann er ákafur talsmaður menntunar og trúir því að öll börn eigi rétt á menntun. Þegar Talibanar reyndu að draga úr aðgangi að menntun og banna stúlkum að ganga í skóla neitaði Ziauddin að hlýða skipunum. Hann hélt skólanum opnum og kenndi nemendum sínum þrátt fyrir hótanir. Malala, sem alla tíð var alin upp við þá trú að menntun væri mannréttindi, tók einnig virkan þátt í baráttunni. Í heimalandi sínu talaði hún opinskátt um óréttlætið og þá sérstaklega það að stúlkum væri bannað að mennta sig. Á þessum tíma fengu feðginin reglulega morðhótanir frá Talibönum. Malala vakti fyrst heimsathygli aðeins 11 ára gömul þegar hún skrifaði dagbókarpistla á vef breska ríkisútvarpsins. Þar lýsti hún kúgun Talibana og áhrifum þeirra á menntun og daglegt líf barna í Swat-dalnum. Pistlarnir voru að sjálfsögðu skrifaðir undir dulnefni. Dag einn í október var Malala á leið heim úr leynilegum skóla í heimabæ sínum ásamt nokkrum skólasystrum. Bíllinn sem þær óku í var stöðvaður af vopnuðum Talibönum sem hófu skothríð á stúlkurnar. Tvær stúlkur særðust alvarlega og hin fjórtán ára gamla Malala var skotin í höfuðið af stuttu færi. Ég veit hversu mikilvæg menntun er því pennarnir mínir og bækurnar voru teknar af mér með valdi.“ Malala Yousafzai Það vildi Malala líklega til lífs að hún komst fljótt undir hendur breskra lækna sem voru staddir í nágrenninu. Þeir sáu til þess að hún var flutt til Bretlands þar sem hún gekkst undir mikla aðgerð á höfði sem bjargaði lífi hennar. Malala býr nú í Bretlandi ásamt fjölskyldu sinni. Ásamt föður sínum kom hún á fót samtökunum Malala Fund sem hafa það að markmiði að styðja við menntun stúlkna í heiminum. Milljónir stúlkna um allan heim hafa lítið eða ekkert aðgengi að menntun og í huga Malala er það óásættanleg staða. Talibanar skutu 14 ára skólastúlku í höfuðið. 9. október 2012 Bekkjarumræður • Af hverju skrifaði Malala pistlana sína undir dulnefni? • Hvað er átt við með að hún hafi verið í leynilegum skóla? • Hversu miklum peningum (íslenskar krónur) varði Malala í uppbyggingu skóla í Pakistan? • Menntun er mannréttindi. Hvað á Malala við? • Hvaða ástæður geta hugsanlega legið á bak við það að börn fái ekki menntun? • Hvaða aðstæður valda því að stúlkur fá ekki að mennta sig? Árið 2014 fékk Malala friðarverðlaun Nóbels, yngst allra. Baráttukonan notaði allt verðlaunaféð, um eina milljón Bandaríkjadala, til að stofna stúlknaskóla í Pakistan. Forréttindi er aðstaða sem einhver hefur sem aðrir hafa ekki. Mannréttindi er réttur til frelsis, öryggis og jafnræðis óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum. vinnubók bls. 86–87 verkefni 11–15

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=