Orðspor 3

ORÐSPOR 3 106 Malala Yousafzai er mögnuð fyrirmynd „Allir eiga rétt á menntun! Því þekking veitir frelsi og skilning á því hvað er rétt eða rangt.“ Malala Yousafzai Malala fæddist þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í Swat-dalnum í Pakistan og átti lengst af ósköp áhyggjulausa æsku. Hún hlustaði á Justin Bieber, las Twilightbækurnar og horfði á Masterchef í sjónvarpinu. Allt þar til átök brutust út milli pakistanska hersins og uppreisnarhreyfingar Talibana. Talibanar náðu yfirráðum í Swat-dalnum og þeirra fyrsta verk var að banna sjónvarpsáhorf og tónlist og loka skólum á svæðinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=