Orðspor 3

ORÐSPOR 3 104 Sölvasaga unglings Höfundur: Arnar Már Arngrímsson „Þegar ég las titilinn á bókinni hélt ég að þetta væri saga sem gerðist fyrir löngu en hún er alls ekki svoleiðis. Hún gerist í nútímanum á Austurlandi. Sölvi er unglingur og áhugalaus um flest nema kannski tölvur og rapp. Hann er sendur í sveitina til ömmu sinnar og gistir í herbergi pabba síns sem hefur ekkert breyst frá árinu 1985. Og hvað gerir ónettengdur unglingur þegar eina afþreyingin eru vinylplötur og bækur? Þessi bók kom mér ótrúlega mikið á óvart. Ég mæli með henni.“ Andrés 14 ára. Anna í Grænuhlíð Höfundur: L.M. Montgomery „Uppáhaldsbókin mín! Ellefu ára munaðarlaus stelpa, Anna, er send í fóstur í Grænuhlíð til systkinanna Marillu og Matthíasar. Sögusviðið er Kanada í lok 19. aldar. Við fylgjum Önnu eftir þar sem hún fótar sig í nýjum heimkynnum. Hún er ótrúlega klár, elskar bækur og er með fjörugt ímyndunarafl. Bækurnar um Önnu eru átta talsins. Fyrsta bókin kom úr árið 1908 í Bandaríkjunum og hefur verið þýdd á ótalmörg tungumál. Hún nýtur enn mikilla vinsælda víða um heim. Lestu þessa … og svo allar hinar líka!“ Olenka 12 ára Lestu ÞRÆLGÓÐAR ÞROSKASÖGUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=