Orðspor 3

103 Skoðum hvernig vefsíðan nýtist okkur í fallbeygingu. • Flettu upp nafnorðinu kýr og skoðaðu hvernig orðið er fallbeygt í eintölu og fleirtölu, með og án greinis. • Flettu nú upp nafnorðinu lestur og skoðaðu hvernig orðið er fallbeygt í eintölu og fleirtölu, með og án greinis. Að lokum er tilvalið að láta einhvern annan lesa yfir allan texta áður en hann er fullkláraður. Það er t.d. ekki svindl að fá eldri systkin, foreldri, fróða frænku eða snjallan frænda til að lesa yfir ritgerð áður en henni er skilað inn. Yfirlestur annarra er klár- lega eitthvað sem á að nýta sér. Önnur vefsíða, sem nýtist þegar við erum að skrifa texta, er Skrambi. Vefslóðin er: http://skrambi.arnastofnun.is/. Hér setjum við textann sem skoða þarf inn í auða rammann og veljum „villuleit“. Ef villa leynist í textanum kemur rautt strik undir orðið sem þarf að skoða. Sé smellt á orðið koma hugmyndir að leiðréttingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=