ORÐSPOR 3 102 Stafsetningarsjónaukinn Okkur til aðstoðar Alltaf þegar við látum frá okkur texta reynum við að vanda okkur. Við vöndum okkur með því að velja réttu orðin til að segja hlutina. Við vöndum okkur að skrifa vel, ef textinn er handskrifaður. Og við vöndum okkur að skrifa orðin rétt. Hvað ef við erum ekki viss um hvernig eitthvert orð er stafsett? Sem betur fer eru til ýmis hjálpartæki. Augljóst er að við getum flett orðum upp í orðabók. En þær duga ekki einar sér. Segjum sem svo að við séum í vandræðum með orðið hleypur. Við vitum ekki hvort það sé i eða y í orðinu. Þá hjálpar orðabókin okkur ekki. Á netinu er að finna vefsíðu sem sýnir rétta beygingarmyndir orða. Vefslóðin er: malid.is Hér er hægt er að fletta upp orðinu hleypur, haka við leit að beygingarmynd og smella á leita. Sé reynt að leita að orðinu hleipur með i, finnst ekkert. Hér sést að sagnorðið hlaupa er hleypur með y. Þessa síðu er líka hægt að nota þegar við erum óviss með fallbeygingu orða, tíð sagnorða o.fl.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=