Orðspor 3

6. KAFLI 101 Ja, það var nú reyndar eitt enn sem ég vildi nefna. Það varðar stofn orða. Sá hluti sem breytist ekki þó orðið taki breytingum kallast stofn. Svona finnur þú stofn orða: Og hvenær í ósköpunum á ég eftir að nota þennan … stofn orða, Málfróður? Nú til dæmis þegar þú ert að stafsetja. Ekki viltu skrifa kolvitlausan texta, Grínhildur? Sjáðu til dæmis orðin hol og holl. Það skiptir máli að þekkja stofninn hér til að vita hvort þú átt að skrifa eitt l eða tvö. Þú sérð alveg að merking orðanna er önnur, er það ekki? Stofn sterkra nafnorða finnst í þolfalli, eintölu með hjálparorðinu um. Sterk nafnorð enda alltaf á samhljóða. Dæmi: um kött, um karl, um tafl, um skál, um fjörð. Stofn veikra nafnorða finnst með því að taka endinguna af orðinu í nefnifalli eintölu. Veik nafnorð enda á sérhljóða í öllum föllum eintölu. Dæmi: kon-a, sím-i, næl-a, súp-a, boll-i. Stofn sagnorða finnst með því að setja orðið að fyrir framan sögnina. Ef sagnorðið endar á a dettur a-ið út í stofni. Dæmi: að skrif-a, að horf-a, að fá, að þvo. Stofn lýsingarorða finnst í kvenkyni, eintölu, nefnifalli með hjálparorðunum hún er. Dæmi: hún er fyndin, hún er ill, hún er stutt. tapi tappi hopa boli vegur hoppa bolli veggur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=