Orðspor 3

ORÐSPOR 3 100 Íslenska gæti svo sem alveg verið einfaldara tungumál. En hvað væri gaman við það? Sama orðið getur til dæmis birst okkur á mismunandi hátt. Það breytist við fallbeygingu eða þegar breytt er úr eintölu í fleirtölu. Gott dæmi er orðið köttur. köttur kött ketti kattar katta köttum ketti kettir Í ensku er kötturinn auðveldari. cat – cats Líka á dönsku. kat – katte Hvernig haldið þið að útlendingum gangi að læra íslensku? Finnið fleiri orð sem hafa mismunandi beygingarmyndir. Allt í lagi, þetta er nú alls ekki svo flókið. Íslensk málfræði … tjékk! Grínhildur útskrifuð!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=