Orðspor 3

ORÐSPOR 3 8 Framsagnarskóli Grínhildar Hitum upp röddina Já, sko. Ég legg metnað í að kenna ykkur vel. En þið þurfið líka að leggja ykkur fram um að læra! Það er alveg sama hvað kennari vandar sig mikið við kennsluna, þið þurfið að hafa vilja og áhuga til að meðtaka. Annars gerist ekki neitt. Hmmm. Já …byrjum kennslu. Það eru tvö meginmarkmið sem við höfum í huga þegar við æfum okkur í að standa fyrir framan aðra og tala. • Að líða vel líkamlega. Anda rólega og vera með vöðvana slaka. • Að tala hátt og skýrt, með blæbrigðum. Blæbrigðin þurfa að vera í samræmi við orðin sem við veljum til að tjá okkur. Þetta eru langtímamarkmiðin og til þess að ná þeim þurfum við að æfa okkur. Lesið þessa málsgrein í huganum: Þú tókst brettið mitt án þess að fá leyfi frá mér og það finnst mér dónalegt. Finnið ykkur námsfélaga og leysið verkefnið. • Byrjið á að hvísla málsgreinina. • Lesið hana síðan upphátt með inniröddinni. • Lesið hana mjög hratt og síðan mjög hægt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=