Orðspor 3

ORÐSPOR 3 – ORÐSPOR 3 Íslenska fyrir miðstig grunnskóla

Lestrarráð! Kæri nemandi, Allir námsmenn þurfa að temja sér góðar námsvenjur. Hér eru góð ráð sem gætu hjálpað þér við lestur. Áður en þú byrjar lesturinn • Skoðaðu bókina vel, myndir, kort og gröf. • Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. • Um hvað fjallar bókin? • Hvað veist þú um efnið? Á meðan þú lest • Finndu aðalatriðin. • Skrifaðu hjá þér minnispunkta. • Gott er að gera skýringarmyndir eða hugarkort. • Spyrðu um það sem þú skilur ekki, t.d. orð og orðasambönd. Eftir lesturinn • Rifjaðu upp það sem þú last. • Veltu fyrir þér hvað eru aðalatriði og hvaða atriði skipta minna máli. • Hugsaðu um það sem þú hefur lært og tengdu við það sem þú vissir áður. • Reyndu að endursegja textann með eigin orðum.

1 ORÐSPOR 3

26 Geggjað slamm hjá þér 27 Hvað er ljóðaslamm? 29 Aftur að ljóðaslammi … Efnisyfirlit 4 Allt er þegar þrennt er! 18 Málfarsmolinn 20 Heimsborgarar 22 Pennavinir 24 Lestu Evrópusögur! 36 Aftur til fortíðar 37 Þekking á fortíðinni er góður undirbúningur fyrir framtíðina 38 Fræði – Æði – Lestrartækni 44 Fróðlegir fornleifafræðingar 48 Ritgerð um ritgerð 6 Hækkaðu röddina! 7 Það er kúnst að tjá sig … þannig að aðrir hlusti 8 Framsagnarskóli Grínhildar 13 Rökræður 4. KAFLI 3. KAFLI 2. KAFLI 1. KAFLI 32 Lestu ljóðabækur 34 Stafsetningarsjónaukinn 56 Læsi og lesþjálfun 57 Læsi er alls konar 58 Æfum læsi 52 Lestu sögur frá fornu fari 54 Ísland, gamla Ísland 64 Jón Ragnar Jónsson er læs fyrirmynd 66 Málfarsmolinn 68 Lestu um nornir

3 70 Eru Grimmsævintýrin grimm? 71 Hvað eru Grimmsævintýri? 73 Sjónarhorn 74 Tími sögunnar 75 Ég er undir þínum áhrifum 78 Hvar er grimmdin? 108 Skólanum hefur borist bréf! 112 Heimildarmynd 113 Málfundur 5. KAFLI 6. KAFLI 7. KAFLI 82 Lestu epísk ævintýri 84 Stafsetningarsjónaukinn 114 Upprifjun 118 Að leiðarlokum 120 Heimildir 120 Myndalisti 86 Af máli má manninn þekkja 87 Megi máttur tungumálsins ætíð vera með þér! 89 Mismunandi málsnið 92 Ertu orðfær? 97 Hvað veistu um málfræði? 102 Stafsetningarsjónaukinn 104 Lestu þrælgóðar þroskasögur 106 Malala Yousafzai er mögnuð fyrirmynd

ORÐSPOR 3 4 Allt er þegar þrennt er! Þessi tákn áttu eftir að sjá víða um bókina: Hugstormur – Í hugstormi á að fá eins margar hugmyndir og hægt er á gefnum tíma. Oftast unnið í hóp. Stækkunarglerið – Hér ályktar þú, rannsakar og grúskar. Stýrt verkefni – Þegar þetta merki kemur upp mun kennari leggja inn verkefni og aðstoða hópinn við að leysa það skref fyrir skref. Námsfélagar – Þessi verkefni vinna tveir og tveir saman. Hópverkefni – Verkefni unnið í hóp. Ritunarverkefni – Hér er ætlast til að þú leysir verkefnið skriflega. Framsögn – Verkefni sem eru flutt munnlega, kynningar, leikræn tjáning og virk hlustun. Málfróður mælir: Kæri lestrarsproti. Nú hittumst við enn og aftur. Færni þín í íslensku hefur aukist með hverju árinu og þú ert nú orðinn vel mælandi, ritandi og hugsandi nemandi. Allt stefnir í rétta átt. Sem er nú sérdeilis ljómandi gott. En hvað er þá næst á dagskrá, kannt þú að spyrja? Þú heldur ef til vill að náminu sé að mestu lokið, að þú sért orðinn fullnuma í fræðunum. En svo er nú sannarlega ekki. Því alltaf er hægt að nema meira, bæta sig og þjálfa. Og það verður einmitt rauði þráður þessarar námsbókar. Það sem við eigum eftir að skemmta okkur vel saman!

5 Fjólubláu orðin: Í bókinni er víða að finna fjólublá orð. Ef þú skilur ekki orðin er tilvalið að spyrja kennarann eða fletta upp í orðabók, hvort sem hún er prentuð eða rafræn. Þessi orð voru sett í bókina sérstaklega fyrir þá sem keppast við að auka orðaforða sinn. Grínhildur gantast: Blessuð! Gvöð, hvað það er gaman að hitta ykkur aftur! Ég var sko farin að sakna ykkar enda búin að eyða sumrinu með Málfróði í steinaskoðunarferð á hálendinu. En, hvað er að frétta? Eruð þið ekki hrikalega ánægð að vera byrjuð á enn einni skemmtiskruddunni úr safni Grínhildar? Ég meina, hvað í ósköpunum gæti verið betra en að eyða skóladeginum með mér? Fylgjast með mér deila hverjum fróðleiksmolanum á fætur öðrum. Springa úr hlátri yfir mínum hnyttnu og léttkaldhæðnu innskotum sem gera þessa skraufþurru kennslubók að því merka bókmenntaverki sem hún er! Allt er þetta ykkur að þakka. Öllum aðdáendabréfunum og ábendingunum sem þið senduð ritstýrunum og báðuð um að ég yrði AÐAL í bókinni. Látið nú ekki Málfróð draga úr ykkur kjarkinn. Þið eruð orðin svo rosalega klár. Þetta íslenskunám verður eins og að drekka vatn. Passið ykkur bara á að snúa glasinu rétt! Segið það með mér … Túlílú!

ORÐSPOR 3 6 Hækkaðu röddina! Í þessum kafla munt þú: • kynnast mikilvægi þess að láta heyra í sér. • fá ráð til að bæta framsögn. • æfa þig í framsögn. • þjálfast í rökfærslu.

1. KAFLI 7 Það er kúnst að tjá sig … þannig að aðrir hlusti Röddin er verkfæri sem við getum notað m.a. til að tjá skoðanir okkar og tilfinningar, knúið fram breytingar og haldið ræður við ýmis tækifæri. En til þess að koma sjónarmiðum okkar á framfæri er gott að æfa sig í framsögn. Sá sem tuldrar í hálfum hljóðum fær einfaldlega ekki sömu áheyrn og sá sem hefur upp raust sína. Það er t.d. mikill munur að hlusta á einhvern tala sem hefur æft sig í framsögn og talar með blæbrigðum en þann sem augljóslega líður illa við að standa fyrir framan hóp og tjá sig. Framsögn er eins og skrift og lestur, við verðum ekki góð í henni nema við æfum okkur. Ég er algjör snillingur að tala. Ég mala, masa, ræði, mæli, held tölur, ræður og sumir segja að ég sé algjört kjaftabox þó svo að ég sé ekkert sérlega góð í boxi. En mér finnst ís í boxi mikið lostæti. Hei, hefur þú séð ís í boxi? Í ljósi þess að ég er snillingur í framsögn þá skal ég leiða þig í gegnum þennan kafla. vinnubók bls. 12 verkefni 8

ORÐSPOR 3 8 Framsagnarskóli Grínhildar Hitum upp röddina Já, sko. Ég legg metnað í að kenna ykkur vel. En þið þurfið líka að leggja ykkur fram um að læra! Það er alveg sama hvað kennari vandar sig mikið við kennsluna, þið þurfið að hafa vilja og áhuga til að meðtaka. Annars gerist ekki neitt. Hmmm. Já …byrjum kennslu. Það eru tvö meginmarkmið sem við höfum í huga þegar við æfum okkur í að standa fyrir framan aðra og tala. • Að líða vel líkamlega. Anda rólega og vera með vöðvana slaka. • Að tala hátt og skýrt, með blæbrigðum. Blæbrigðin þurfa að vera í samræmi við orðin sem við veljum til að tjá okkur. Þetta eru langtímamarkmiðin og til þess að ná þeim þurfum við að æfa okkur. Lesið þessa málsgrein í huganum: Þú tókst brettið mitt án þess að fá leyfi frá mér og það finnst mér dónalegt. Finnið ykkur námsfélaga og leysið verkefnið. • Byrjið á að hvísla málsgreinina. • Lesið hana síðan upphátt með inniröddinni. • Lesið hana mjög hratt og síðan mjög hægt.

1. KAFLI 9 Nú hafið þið hitað upp raddböndin. Þá ætlum við að skoða áherslurnar vel. Lesið málsgreinina með því að leggja áherslu á orðið Ÿ þú Ÿ mér Ÿ mitt Ÿ það Ÿ án Lesið aftur málsgreinina og leggið áherslu á öll orðin (þú, mitt, án, mér og það). Að lokum ætlið þið að skoða hvernig mismunandi tilfinning getur breytt upplifun hlustanda á málsgreininni. • Lesið málsgreinina eins og hún sé mjög sorgleg. • Lesið hana eins og hún sé mjög spennandi og hálf ógnvekjandi. • Lesið hana eins og hún sé fyndin og skemmtileg. Á hverju ári hefst Stóra upplestrakeppnin á degi íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekk um allt land æfa sig í upplestri þar til skólakeppnin er haldin í lok febrúar. Kalla má keppnina uppskeruhátíð þar sem allir sýna hvað þeir hafa tekið miklum framförum. Valdir eru allt að þrír keppendur til að keppa fyrir hönd skólans í héraðskeppninni sem fer venjulega fram í mars. Þegar við leggjum áherslu á ákveðið orð í málsgrein er gott að reyna að lengja aðeins sérhljóðið og hafa örlítið hik á eftir orðinu, til þess að hlustandi geti meðtekið það. vinnubók bls. 13 verkefni 9 og 10

ORÐSPOR 3 10 Líkamsstaða Nú skuluð þið standa á fætur og skoða líkamsstöðuna. Þetta er alls ekki eins flókið eins og fimleikaæfingar og balletstöður en samt skiptir máli hvernig líkamsstaðan er þegar við höldum tölu. Hafa skal í huga fjögur einföld atriði. 1. SNÚA FRAM. Fyrst og fremst skiptir gríðarlega miklu máli að sá sem talar snúi sér að áheyrandanum. Það þykir ekki smart að láta áheyrendur horfa á bakhlutann á sér og svo berst röddin betur til fólks ef höfuðið snýr að því. 2. STANDA Í BÁÐA FÆTUR. Finna góða stöðu fyrir fæturna, án þess að læsa hnjánum. Sumum finnst töff að skjóta mjöðminni út til hægri eða vinstri en við mælskusnillingarnir mælum alls ekki með því. Eins er frábært að telja taktinn með öðrum fæti þegar hlustað er á tónlist eða dilla sér í lendunum en það er ekki snjöll hugmynd þegar við höldum tölu. Allar fótahreyfingar draga athyglina frá því sem við erum að segja. Þess vegna er betra að hreyfa fæturna sem minnst. 3. TALA MEÐ HÖNDUNUM EÐA ÞEGJA MEÐ ÞEIM. Sumar þjóðir eru þekktar fyrir málæði með höndunum. Ég á vinkonu frá Ítalíu, sem gæti örugglega ekki talað ef hún handleggsbrotnaði á báðum höndum. Ef þið notið hendurnar þá skuluð þið gera það til að leggja áherslu á það sem þið segið. Óþarft handapat dregur athyglina frá orðunum og svo er alveg bannað að nota hendurnar til að klóra sér í eyrunum eða bora í nefið. A.m.k. rétt á meðan maður stendur fyrir framan fólk og talar. Mörgum finnst gott að leyfa höndunum að liggja niður með síðum eða leggja þær á púltið, sé það við höndina. 4. NÁ AUGNSAMBANDI VIÐ ÁHEYRENDUR. Best er að tala blaðlaust til að halda athygli þeirra sem hlusta. Næstbest er að vera með lykilorð á blaði og rétt líta á það þegar nauðsynlegt er. Verst er að lesa beint upp af blaði og gleyma því að einhverjir sitji fyrir framan ykkur. Sumum finnst óþægilegt að horfa í augu annarra. Þá er gott ráð að horfa á enni eða á punkt aðeins fyrir ofan höfuð áheyranda. Að halda tölu þýðir það sama og að halda ræðu eða erindi. Hvaðan skyldi orðið tala vera komið í þessu samhengi?

1. KAFLI 11 Nú ætlar þú að æfa líkamsstöðuna og halda stutta kynningu. Þegar röðin kemur að þér stendur þú upp fyrir framan bekkjarfélagana og kynnir þig með því að segja: • Nafn og ef þú átt gælunafn. • Aldur og afmælisdag. • Hvert langar þig að ferðast og af hverju? MUNDU AÐ: Snúa fram. Standa kyrr í báða fætur. Takmarka handapat. Ná augnsambandi. Raddstyrkur og blæbrigði Góður raddstyrkur skiptir miklu máli. Ekki þýðir að hvísla orðin þegar þið reynið að ná athygli áheyranda. Það er líka mjög óþægilegt að hlusta á einhvern sem nánast æpir upp heilu ræðurnar. Einnig er mikilvægt að lesa skýrt og á góðum hraða. Sá sem muldrar eða les mjög hratt skilar orðunum illa til áheyrenda. Hér að framan æfðuð þið ykkur í að lesa málsgrein með áherslu á ólík orð. Það er nauðsynlegt að röddin sýni blæbrigði þegar maður heldur tölu. Enginn nennir að hlusta á þann sem talar eintóna. Hvað þýðir það? Jú, gullin mín að tala eintóna er að tala í sama tóni. Líkt og ef einhver myndi semja lag sem væri frá upphafi til enda einn og sami tónninn. Það myndi sko enginn nenna að hlusta á það heldur! Skiljið þið? Sko snillingarnir mínir, þetta er allt að koma hjá ykkur. Þá er bara lokahnykkurinn eftir! Psssst, nú er tilvalið að segjast ekki skilja (þó svo að þið skiljið) og fá kennara ykkar til að taka dæmi. Bráðskemmtilegt atriði alveg hreint.

ORÐSPOR 3 12 Æfingin skapar meistarann! Það besta við að vera góður í framsögn er að þá hættir manni að finnast það mjög erfitt eða mikið mál að standa fyrir framan aðra og tala. Lesið nokkrum sinnum yfir ljóðið Að setja mark sitt á lífið. Finnið tilfinninguna í því og reynið að leggja það á minnið. Flytjið það fyrir námsfélaga ykkar, reynið að líta sem minnst í bókina og flytja ljóðið – ekki lesa það. • Sýnið blæbrigði og reynið fyrst og fremst að ná tilfinningunni út úr orðunum. • Hugið að raddstyrk. Spyrjið námsfélagann hvort þið lesið of hátt/lágt. • Hugið að lestrarhraða. Spyrjið námsfélagann hvort þið lesið of hratt/hægt. • Hugið að skýrleika. Spyrjið námsfélagann hvort þið lesið skýrt. Mundu að það skiptir máli að: • Æfa sig vel og vera undirbúinn. • Hugsa um líkamsstöðu. • Hugsa um raddstyrkinn, skýrleika og hraða. • Tala með blæbrigðum. • Muna eftir áheyrendum og líta upp. • Njóta þess að hafa orðið. Að setja mark sitt á lífið hvíthærða konan sem tók sér örlitla hvíld frá dauðastríðinu til að beygja sig mót jörðu og hnoða 1 stk. snjóbolta öðlaðist algjörlega óafvitandi eilíft líf þegar hún gerði heiðvirða tilraun til að hitta í mark grárra andlita okkar í strætisvagninum Steinar Bragi

1. KAFLI 13 Rökræður Það er stórmunur á því að rökræða og að rífast. Við höfum ólíkar skoðanir á mörgum hlutum og það væri í raun óeðlilegt ef allir eru sammála, alltaf. Þegar fólk rökræðir skiptir miklu máli að hlusta líka á rök hinna. Sá sem ekki hlustar á rök þess sem hann rökræðir við lendir fljótt í ógöngum. Þegar við finnum rök erum við ekki bara að segja HVAÐ okkur finnst heldur HVERS VEGNA. Mikilvægt er að fara í boltann en ekki manninn! Það skiptir gríðarlega miklu máli í rökræðum að hafa áhersluna á málefnið sjálft en ekki þann sem þú rökræðir við. Að hætta að tala um málefnið og fara að rakka niður viðmælandann er jafn mikið brot og að rennitækla leikmann í fótboltaleik án þess að reyna að ná af honum boltanum. Algjörlega tilgangslaust fyrir leikinn en getur valdið manneskjunni stórskaða. Segjum sem svo að þig langi í nýjan síma. Síminn þinn er ekki ónýtur og foreldri þitt sér enga ástæðu fyrir símakaupum. Þú þarft að rökræða við foreldrið til að það sjái þína hlið á málinu. Fyrst reynir þú að koma með rök sem þér finnst góð. Foreldrið er enn ósammála og á lokaorðið þar sem þú ert ekki sjálfráða. Að geta sagt skoðun sína er mikilvægt. Á Íslandi er tjáningarfrelsi. Það þýðir að við höfum rétt til að segja okkar skoðun innan þeirra marka sem lög setja. Lögin segja t.d. að við megum hafa skoðanir og tjá þær án þess þó að eyðileggja mannorð annarra.

ORÐSPOR 3 14 Þá eru nokkrir kostir í stöðunni: a) Þú sættir þig við að fá ekki nýjan síma. b) Þú saltar málið en heldur áfram að safna rökum til að sannfæra foreldrið síðar. c) Þú gætir fundið málamiðlun og samið t.d. um að borga hluta af símanum úr eigin vasa. d) Þú tryllist og kallar foreldri þitt öllum illum nöfnum. Þetta er eins í rökræðum. Þú rökræðir um ákveðið málefni. Í lok rökræðanna áttu fjóra valkosti. a) Skiptir um skoðun og sérð að hin hliðin á málinu er alveg jafn góð eða jafnvel betri. b) Þú ert enn sannfærð/ur um málstað þinn en þarft að bæta rök þín til að sannfæra aðra. c) Þú reynir að finna málamiðlun með þeim sem þú rökræðir við. d) Þú hjólar í þann sem er ósammála þér og rakkar hann niður. Valkostur d er vonlaus. Þú færð ekki það sem þú vilt og þú hefur sært foreldri þitt. Rökin dugðu ekki til og þú tæklaðir manneskjuna, ekki boltann. Við sjáum öll að valkostur d er alltaf út úr korti, bjánalegur og engum til f r amd r á t t a r.

1. KAFLI 15 Undirbúðu rökræður Æfðu þig í að byggja upp rökræður. Gott er að hafa í huga fjögur skref þegar þú undirbýrð þig. Kallaðu þann sem þú rökræðir við andstæðing þinn. 1. Taktu afstöðu í ákveðnu máli. Ert þú sammála eða ósammála? 2. Skrifaðu niður eins mörg rök og þú finnur til að styðja skoðun þína. 3. Skoðaðu rökin þín og reyndu að finna út hver þeirra eru slök. Slök rök eru þau sem andstæðingur þinn getur andmælt og skotið í kaf. Strikaðu út öll slök rök. 4. Skrifaðu niður hvaða rök þú gætir mögulega heyrt frá andstæðingi þínum og finndu mótrök. Hér eru nokkrar hugmyndir að umræðuefnum sem þið getið skoðað: – Það á að leggja niður jólafrí í skólum. – Allir eldri en 12 ára eiga að fá að taka bílpróf. – Fullorðnir á heimilinu eiga alltaf að ráða hvað er í matinn. – Það er nauðsynlegt að fara í sturtu á hverjum degi. Mótrök eru rök gegn þínum rökum. Þegar andstæðingur er ósammála þínum rökum og getur rökstutt af hverju. vinnubók bls. 14–15 verkefni 11

ORÐSPOR 3 16 Hlustaðu á andstæðinginn Framar í kaflanum er komið inn á mikilvægi þess að hlusta á rök andstæðingsins. Sá sem ekki hlustar á mótrök verður aldrei sterkur í rökræðum. Það er ekki bara sá sem hefur orðið sem hefur hlutverk. Þeir sem hlusta þurfa að einbeita sér að því sem sagt er til að reyna að finna mótrök. Það er mikilvægt að sýna rökum annarra virðingu. Þið eruð kannski ekki sammála en það er dónaskapur að ranghvolfa augunum, hunsa eða púa niður annarra rök. Því hver veit, ef þið hlustið af virðingu og með opnum hug á annarra manna rök þá eru meiri líkur á því að hægt sé að komast að málamiðlun. Þá er komið til móts við allar skoðanir og allir vinna! Spreytið ykkur! Rökræður Bekknum er skipt upp í hópa. Hópafjöldinn verður að vera slétt tala, því tveir og tveir hópar vinna saman þegar líður á verkefnið.

1. KAFLI 17 Undirbúningur 1. Málefnið er: Samfélagsmiðlar eiga að vera lokaðir öllum yngri en 18 ára. Kennarinn tilkynnir ykkur hvort ykkar hópur er með eða á móti málefninu. Seinna hittið þið hóp sem er á öndverðum meiði. 2. Skrifið niður rök til að útskýra ykkar skoðun. Með: Af hverju eiga yngri en 18 ára ekki að vera á samfélagsmiðlum? Móti: Af hverju eiga þeir að vera þar? 3. Skoðið rökin og reynið að finna út hver þeirra eru slök. Strikið þau út. 4. Skrifið niður hvaða rök þið gætuð heyrt frá andstæðingi ykkar og reynið að finna mótrök. Hittið hóp sem er ósammála ykkur 1. Skiptist á að kynna ykkar rök. Hópurinn sem er sammála málefninu byrjar að kynna sín rök. Hópurinn sem er á móti málefninu tekur svo við. 2. Hlustið vel á rök hins hópsins, punktið niður lykilorð til að muna hver þau eru. 3. Þakkið hinum hópnum fyrir rökin og ákveðið að hittast aftur eftir 5–10 mínútur. Vinnið úr mótrökunum 1. Hver hópur vinnur úr mótrökunum. Hver eru góð og hver eru slakari? 2. Berið þau saman við ykkar upprunalegu rök. Komu mótrök sem fella ykkar rök? Ef svo er þá eru þau orðin slök rök og ættu að strikast út. 3. Lesið yfir þau rök sem standa eftir og komið með tillögu að málamiðlun. Hvaða lausn finnið þið þar sem allir vinna? Hittið sama hópinn og þið hittuð áðan 1 Kynnið ykkar málamiðlun og hlustið á þeirra. 2. Geta hóparnir komist að sameiginlegri niðurstöðu? Já – Hver er hún? Nei – Af hverju tókst það ekki? 3. Sýnið kennara þá málamiðlun sem þið funduð og hvort tekist hafi í sameiningu að komast að niðurstöðu sem hentar báðum skoðunum. 1 2 3 4

ORÐSPOR 3 18 Talmál er allt önnur Ella en ritmál! Við getum flest verið sammála um að við tölum ekki eins og við skrifum. Ertu ekki sammála? Skoðum þessi fjögur atriði sem eru bara nokkur dæmi um mismuninn á talmáli og rituðu máli: Í talmáli velur þú óformlegri orð Á meðan þú myndir nota strætó, bara, mamma og soldið í samtölum við vini þína myndir þú skrifa strætisvagn, aðeins, móðir og svolítið í ritgerð. Málfarsmolinn Málfarsmolinn Málfarsmolinn Í ritmáli reynir þú að forðast slangur Þú segir kannski að eitthvað sé hellað, illað, nett og grúví en þú myndir velja orð í ritgerðir sem úreldast ekki eins hratt og slangur á til að gera. Það notar líkast til enginn í dag þessi slangurorð hér að ofan í samtölum við vini sína!

19 Síðar í þessari bók verða hugtökin talmál og ritmál skoðuð nánar. Spennast magnast … Finndu þér námsfélaga. Spjallið saman í 5 mínútur og segið t.d. frá kvikmynd sem þið hafið nýlega séð, bók sem þið hafið lesið eða hvað þið gerðuð um síðustu helgi. Á meðan þið spjallið saman punktið niður hjá ykkur þau hikorð sem félagi ykkar notar. Í ritmáli þarft þú að skrifa fulla hugsun og gæta þess að byrja og enda málsgreinar til að lesandi skilji þig. Í talmáli getur þú sagt: „Hann alveg bara …“ og sá sem þú talar við skilur hvað þú meinar t.d. af því að þú notar ákveðinn tón eða sýnir svipbrigði. Í ritmáli notar þú alltaf heilar málsgreinar Í talmáli hendir þú gjarnan inn hikorðum Þegar þú talar notar þú hikorð til að kaupa þér tíma til að hugsa. Hikorð eru t.d. hmm, sko, þú veist, hérna, þarna. Þessum orðum sleppir þú í ritmáli. vinnubók bls. 18 verkefni 17

ORÐSPOR 3 20 HEIMSBORGARAR Emilia og Aung Fyrir ári síðan byrjaði Emilia að skrifast á við Aung. Emilia býr á Spáni og Aung á Írlandi. Enskukennarar þeirra kynntust á námskeiði sem var hluti af ráðstefnu fyrir kennara í Evrópu. Þeir ákváðu að nemendur í bekkjunum þeirra yrðu pennavinir.

21 Kynnumst þeim aðeins Nafn: Aung. Aldur: 12 ára. Land: Ég fæddist í Burma en kom til Írlands með fjölskyldu minni fimm ára gamall. Fjölskyldan mín flúði ófrið í landinu og við dvöldum í flóttamannabúðum í Bangladess áður en við komum hingað til Írlands. Áhugamál: Námið í skólanum og vera með vinum mínum. Ég æfi fótbolta, horfi á kvikmyndir og les bækur. Mig dreymir um: Að spila með landsliðinu á stórmóti, að hitta ömmu mína sem býr í Burma og að losna við bóluna á nefinu á mér fyrir skólaballið í næstu viku. Mér finnst ég vera: Ótrúlega hress og skemmtilegur strákur. Góður og traustur vinur. Nafn: Emilia. Aldur: 12 ára. Land: Spánn. Áhugamál: Ég æfi flamenco dans og borðtennis. Ég fíla teiknimyndasögur, tónlist og kvikmyndir. Fara á ströndina og svo eru vinkonur mínar líka áhugamálið mitt. Því þær eru svo frábærar. Mig dreymir um: Að komast í góðan dansflokk og ferðast um landið og jafnvel til annarra landa. Mig dreymir líka um að að læra myndlist og geta samið mínar eigin teiknimyndasögur. Svo væri frábært að komast í flugferð út í geim og sjá jörðina eins og bláan hnött. Mér finnst ég vera: Dugleg og sterk. Fyndin og traust vinkona. vinnubók bls. 19 verkefni 18

ORÐSPOR 3 22 Pennavinir Emilia er alltaf spennt þegar hún sér enskukennarann koma með þykkt, brúnt umslag inn í tíma. Hún veit að þá eru komin bréf frá Írlandi. Í dag er einmitt slíkur dagur. Hún bíður óróleg á meðan kennarinn dreifir umslögum til nemenda og þekkir strax skriftina hans Aung þegar hún tekur við umslagi. Sæl Emilia. Takk fyrir bréfið. Það er alltaf gaman að heyra hvað þú ert að bralla. Manstu að ég sagði þér frá því að við hefðum komist í úrslit í okkar aldursflokki? Jæja, heldurðu að við höfum ekki bara tekið hitt liðið í nefið! Leikurinn fór 3-1 og ég átti eina stoðsendingu J Þú mátt því ávarpa mig sem meistara Aung í næsta bréfi. Djók. Ég fór á ströndina um síðustu helgi. Við keyrðum í klukkustund en ég get ímyndað mér að þetta hafi ekki verið eins og á Spáni. Það voru allir kappklæddir, því það var svo kalt úti. Við vorum ekki með trefla og húfur sko en enginn sprangaði um á bikiní eða stuttbuxum heldur. Mér fannst gaman að spila fótbolta í sandinum, leggjast á teppi með bók og borða nesti. Hvernig gekk þér á danssýningunni? Bestu kveðjur og ég hlakka til að fá bréf frá þér. Þinn vinur, Aung.

23 Meistari Aung J Til haming ju með sigurinn og titilinn. Þið eigið hann svo vel skilið enda duglegir að æfa. Ég fékk nýjan flamenco kjól fyrir danssýninguna. H ann er grænn með hvítum doppum. Mjög flottur. Öll nýju sp orin, sem ég var að æfa og stressa mig á í síðasta bréfi, smullu á sýningunni og ég get því ekki annað en verið rosalega sátt. Um næstu helgi fer ég með æfingafélögum mínum á borðtennis- mót í Sevilla. Fyrst áttum við að taka rútu þangað en foreldrar okkar ákváðu, í samráði við þjálfarann, að splæsa í f lug. Sem betur fer, mér finnst mjög leiðinlegt að sitja leng i í rútu. Þú skrifaðir ekkert í þessu bréfi um skólaballið sem þ ú varst svo spenntur fyrir. Dansaðir þú við Mary? Ég er mjög s pennt að heyra framhaldið. J Bestu kveðjur héðan úr sólinni, þín vinkona Emilia. Finnið Írland og Spán á landakorti. Hafið þið ferðast til þessara landa? Ef svo er, hvað stóð upp úr? Ef þið hafið ekki farið, mynduð þið vilja heimsækja löndin? Af hverju? Af hverju ekki? Hvað vitið þið um þessi lönd? Finnið á landakorti hvar löndin Burma og Bangladess eru. Í hvaða heimsálfu eru þessi lönd? Skoðið hvaða lönd eiga landamæri að þeim. Vitið þið eitthvað um þau? Hvað langar ykkur að vita um þau? Hvernig kæmumst við frá Íslandi til þessarra landa? Ímyndaðu þér að þú ættir pennavin og skrifaðu honum bréf þar sem þú segir honum frá sjálfri/sjálfum þér. vinnubók bls. 19 verkefni 19

ORÐSPOR 3 24 Á put t anum með pabba Höfundar: Kolbrún Anna Björnsdóttir og Vala Þórsdóttir „Systkinin Sonja og Frikki eiga ítalskan pabba sem þau eru alltaf hjá á sumrin. Bókin byrjar á ferðalaginu frá Íslandi til Siracusa, sem er á Sikiley. Planið er að verja öllu sumrinu þar en pabbi þeirra, sem er leikari, er kallaður í verkefni á Spáni. Systkinin verða því að fara aftur til Íslands, nema mamma þeirra svarar ekki símanum. Þá hefst bráðskemmtilegt ferðalag um Ísland að leita að mömmunni. Ég var fljótur að lesa bókina og fannst hún fín.“ Baldur Dalí, 13 ára. Ég e r ekki dramadrot tning – Raunir Emblu Þorvarðardóttur Höfundur: Sif Sigmarsdóttir „Þegar Embla klárar 8. bekk tilkynnir mamma hennar að fjölskyldan flytji til London um haustið. Embla trompast og vill ekki flytja frá vinum og stráknum sem hún er skotin í, sem veit varla að hún er til. Fjölskyldan fer út í mánuð til að skoða borgina. Embla ákveður að gera allt til að fjölskyldan hætti við að flytja þangað. Mér fannst bókin skemmtileg og var fljót að lesa hana. Höfundurinn skrifaði framhald sem ég mun lesa næst.“ Ragna, 12 ára. Lestu EVRÓPUSÖGUR!

25 Fjársjóðsleit í Granada Höfundur: Ólafur Páll Jónsson „Halla flytur með foreldrum sínum til Spánar. Mér fannst gaman hvernig Halla upplifir skólann úti og að höfundurinn notar spænsk orð. T.d. þýðir spænska orðið kaka, kúkur. Það er fyndið. Pabbi Höllu segir henni frá Márum og að þeir hafi skilið fjársjóð eftir í borginni sem er ófundinn. Halla ákveður að finna fjársjóðinn og eins og titill bókarinnar sýnir þá fjallar hún að mestu um þessa fjársjóðsleit. Finnur hún fjársjóðinn? Tja, bara ein leið til að finna það út …lesa! J“ Unnsteinn, 13 ára. Kossar og ólífur Höfundur: Jónína Leósdóttir „Anna er nýútskrifuð úr grunnskóla. Hún fær flugmiða til Englands í afmælisgjöf og þær fréttir að hún eigi að vinna á gistiheimili, sem bresk frænka hennar á, allt sumarið. Önnu langar ekkert að fara enda nýbyrjuð með strák. Hún fer þó og gerist sagan að mestu í Brighton. Anna tekst á við margt nýtt, kynnist nýju fólki auk þess að kynnast sjálfri sér. Það er ekki laust við að bókin skilji eftir áhuga á því að prófa að búa í öðru landi eitt sumar.“ Hekla Dís, 13 ára. Ef þú mættir velja að lesa bók sem gerist í einhverju Evrópulandi, hvaða land myndir þú velja? Af hverju það land? Lestu sögur sem gerast í Evrópu! vinnubók bls. 20–21

ORÐSPOR 3 26 Geggjað slamm hjá þér Í þessum kafla munt þú: • læra hvað ljóðaslamm er. • sjá hvernig það tengist þulum og rappi. • láta á það reyna að setja saman ljóðaslamm.

2. KAFLI 27 Hvað er ljóðaslamm? Framar í þessari bók æfðum við okkur í framsögn. Núna ætlum við að að læra eitt tjáningarform sem kallast ljóðaslamm. Hvað er nú það? Góð spurning. Ljóðaslamm snýst um flutning frumsamins ljóðs. Skáldið notar gjarnan tónlist, myndefni, hljóð, dans, leiklist og fleira þegar það flytur ljóðið líkt og gjörning. Orðið ljóðaslamm er líka notað yfir það þegar mörg skáld koma saman og flytja verk sín fyrir áheyrendur. Yfirleitt keppa skáldin sín á milli um hylli áheyrenda og jafnvel dómara. Verkin eru venjulega um 3–5 mínútna löng og eru ýmist flutt af einstaklingi eða litlum hóp. Ljóðaslamm er árlegur viðburður á Borgarbókasafni. Fyrsta keppnin var árið 2008 og á hverju ári er ákveðið þema sem verkin eiga að falla undir. Dæmi um þemu eru: Spenna, hrollur, væmni, myrkur, af öllu hjarta og sykur. Á heimasíðu safnsins er hægt að finna myndbönd af þeim atriðum sem dómnefndin hafði velþóknun á síðustu ár. Orðið ljóðaslamm er þýðing enska orðsins poetry slam. Slam gætum við líka þýtt sem skellur. Þætti þér orðið ljóðaskellur betra en ljóðaslamm? Af hverju? Af hverju ekki?

ORÐSPOR 3 28 Þulur Kíkjum í kistu fortíðar. Þar finnum við kveðskap sem kallast þulur. Þulur gengu á milli manna. Þær eru langar orðarunur og hafa oftast endarím. Þulur voru afþreying og dægrastytting hér áður fyrr. Þær voru þess tíma kvikmyndir, bækur, tölvuleikir og spil. Þegar einhver fór með þulu, sátu aðrir og hlustuðu. Theódóra Thoroddsen orti margar þulur og þið þekkið örugglega nokkrar af þeim frá því að þið voruð á leikskólaaldri. Skoðið til dæmis byrjunina á þessari þulu: Tunglið, tunglið taktu mig Tunglið tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Mun þar vera margt að sjá mörgu hefurðu sagt mér frá, þegar þú leiðst um loftin blá og leist til mín um rifinn skjá. Komdu, litla lipurtá langi þig að heyra. Hvað mig dreymdi, hvað ég sá og kannski sitthvað fleira. Ljáðu mér eyra. Theódóra Thoroddsen Skoðið á netinu og/eða í bókum fleiri þulur. Finnið þulu sem ykkur finnst vera barnaleg. Finnið einnig þulu sem ykkur líkar við. Af hverju höfðar hún til ykkar?

2. KAFLI 29 Aftur að ljóðaslammi … Ljóðaslamm er líka flutningur orðaruna. Líkt og með þulurnar nýta skáld oft endarím og línurnar eru ekki allar jafn langar, með jafn mörg atkvæði. Takturinn má breytast. Ljóðaslammari nýtir sér oft takt eða tónlist að sama skapi og rapparar gera. Textinn í ljóðaslammi getur innihaldið slettur og slangur og fjallað um það sem gerist á líðandi stundu, verið ádeila á eitthvað í þjóðfélaginu. En hann getur líka verið nýttur í stað tækifærisræðu, eins og við afmæli, brúðkaup eða fermingu. Ljóðaslamm Grínhildar Fyrir mörgum árum fæddist Málfróður eldrauður, sköllóttur, grenjandi og óður sýndi fljótt að hann er ýkt góður í málfræði, algebru, sögu og þýsku þrátt fyrir að vera ekki beint í tísku. Hans helsta lán var að verða nítján þá var ég bara þrettán því þá hitti hann mig og kurteisislega hann kynnti sig. Í öll þessi ár hefur hann notið þess hvað ég er klár falleg, fyndin og með glansandi hár enda erum við algjörir perluvinir og hegðum okkur ekki alltaf eins og hinir en fjölbreytni er dásamleg og ég svo sniðug, snjöll og frumleg. Það besta við Málfróð er klárlega það hversu oft karlanginn fer í froðubað djók – hann er algjört yndi þótt endahnút ég hér bindi. vinnubók bls. 22 verkefni 1 og 2

ORÐSPOR 3 30 Elsku stelpur Hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík heitir Skrekkur. Í keppninni árið 2015 komu, sáu og sigruðu stelpur úr Hagaskóla. Þær fluttu ljóð og nýttu tónlist og dans við flutninginn. Atriðið þeirra má vel flokka sem ljóðaslamm. Ljóðið var innblásið kröfu um jafnrétti kynjanna og athygli vakti að þær þrjár sem fóru með textann voru íklæddar rauðum sokkum. Það er vísun í svokallaðar rauðsokkur. Óhætt er að segja að atriðið hafi vakið athygli og tendrað jafnréttislogann í mörgum hjörtum. Stígamót veittu stelpunum réttlætisviðurkenningu árið 2015 og sögðu við það tilefni: „Elsku stelpur, áfram með ykkur! Við dáumst að ykkur og hvetjum ykkur til dáða.“

2. KAFLI 31 Rauðsokkahreyfingin barðist meðal annars fyrir bættum kjörum kvenna á vinnumarkaðinum. Af hverju skyldu þær hafa valið rauða sokka? Finnst þér þurfa sambærilega hreyfingu fyrir karlmenn? Af hverju? Af hverju ekki? Slömmum saman! Finnið ykkur 2–4 námsfélaga. Semjið ljóðaslamm sem tekur um 3 mínútur í flutningi. Æfið ykkur vel. Munið að það má nota tónlist, hreyfingar, hljóð, leiklist o.fl. til að krydda flutninginn. Flytjið ljóðaslammið fyrir bekkjarfélaga ykkar. Hlustaðu vel á flutning bekkjarfélaga þinna. Hældu hópnum fyrir eitthvað sem þér fannst vel gert. Það getur tengst textanum eða flutningnum. Hlustaðu vinnubók bls. 23

ORÐSPOR 3 32 L j óð unga fó l ks i ns „Ótrúlega sniðug ljóðabók með flottum ljóðum eftir börn og unglinga. Í fyrri hluta bókarinnar eru ljóð eftir 9 til 12 ára og í seinni hluta eru ljóð eftir unglinga frá 13 til 16 ára. Ljóðin voru send inn í ljóðasamkeppni sem öll grunnskólabörn á Íslandi gátu tekið þátt í. Eftir að hafa lesið bókina vaknaði hjá mér áhugi fyrir að yrkja sjálf ljóð.“ Lára Rós, 12 ára. Það er komi n ha l as t j arna „Ég valdi bókina Það er komin halastjarna því mér fannst kápumyndin fyndin. Í bókinni eru ljóð frá öllum Norðurlöndunum. Frá Íslandi eru ljóð eftir Þórarin Eldjárn. Teiknarar myndskreyta hverja opnu við texta ljóðsins. Sigrún Eldjárn myndskreytti ljóð bróður síns. Bókin er mjög fjölbreytt því ljóðskáldin og teiknarar eru margir.“ Kári Aldan, 12 ára. Lestu LJÓÐABÆKUR

33 Vísur fyrir vonda krakka Höfundur: Davíð Þór Jónsson „Ótrúlega fyndin ljóð sem koma á óvart. Í flestum ljóðunum er kaldhæðni og svartur húmor sem ég fíla. Það er endarím í ljóðunum en samt notar Davíð Þór alls kyns bragarhætti þannig að bókin er ekki öll í sama takti, ef þú skilur hvað ég meina. Ekki kannski fyrir viðkvæmar sálir eða þá sem móðgast auðveldlega.“ Vaka Sól, 12 ára. Bland í poka af gömlum og góðum „Ég fann ljóðabækur í bókaskáp foreldra minna. Sumar þeirra voru gjöf frá þeirra foreldrum. Sem sagt gamalt og eldgamalt stöff J. Mörg ljóðin fjalla um náttúruna og að við eigum að elska Ísland. Kannski vildu skáldin ýta undir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, landið var ekki sjálfstætt þegar sum ljóðin voru skrifuð. Ég las líka mörg ástarljóð og ljóð sem fjalla um söknuð og heimþrá. Ég hvet þig til að kíkja í bókahillurnar heima hjá þér og á bókasöfnum og glugga í gamlar ljóðabækur.“ Úlfur, 13 ára Skoðaðu ljóðabækur. Veldu þér eina sem er þér að skapi og svaraðu eftirfarandi spurningum. • Hvernig finnst þér titill og kápa bókarinnar? • Hver er höfundur bókarinnar? • Er bókin myndskreytt? Ef svo er, hvernig finnst þér myndirnar? • Eru ljóðin hefðbundin eða óhefðbundin? Veldu þér eitt ljóð og skrifaðu það annaðhvort niður eða lýstu í nokkrum málsgreinum um hvað það er. Ljóðabækur! Hver er munurinn á hefðbundnum og óhefðbundnum ljóðum?

ORÐSPOR 3 34 Stafsetningarsjónaukinn Um greinarmerki Punktur . Punkt skal nota • í lok málsgreinar. Dæmi: Þetta er dæmi um málsgrein sem endar á punkti. • á eftir raðtölu. Dæmi: Ég á afmæli 15. apríl. Matthildur var í 1. sæti á mótinu. • þegar orð er skammstafað. Dæmi: t.d., a.m.k., o.s.frv., tsk. Ekki skal setja punkt • á eftir fyrirsögn. • ef málsgrein endar á skammstöfun eða raðtölu. (Aldrei tveir punktar í röð.) • á eftir skammstöfunum í mælikerfinu. Dæmi: Hann hljóp 5 km í gær. Settu 3 dl af hveiti í skál. Spurningarmerki ? Spurningarmerki er sett á eftir beinni spurningu. Dæmi: Hvað er klukkan? Hvenær kemur afi? Hvað á að gera næst? Greinarmerki eru tákn sem notuð eru í texta til að • gera hann skiljanlegri. • afmarka málsgreinar. • gefa til kynna spurningu. • auðvelda lestur með því að gefa til kynna hik, þagnir og áherslur.

35 Upphrópunarmerki ! Þegar tákna á upphrópun eins og aðvörun, undrun, gleði, sársauka eða skipun er tilvalið að nota upphrópunarmerki. En munið að nota þau sparlega og eitt dugar vel. Dæmi: Hæ! Ái! Passaðu þig! Glæsilegt! Taktu til eins og skot! Komma , Kommu skal nota • í upptalningu. Dæmi: Í herberginu mínu er rúm, skrifborð, stóll og kommóða. • með innskotssetningum. Dæmi: Frægi leikarinn, sem lék í vélmennamyndinni, er á leið til landsins. • til að afmarka ávarp. Dæmi: Hættu nú í tölvunni, mamma mín, og farðu frekar út í göngutúr. Afi, viltu segja okkur sögu? Tvípunktur : Tvípunktur er settur • á undan beinni ræðu eða beinum tilvitnunum ef á undan fara inngangsorð. Dæmi: Þá sagði Sigurður: „Viltu lána mér bókina þína?“ • á undan upptalningu í málsgrein. Dæmi: Í dag þarf ég að vinna þessi verk: Ganga með hundinn, þvo bílinn, sópa stéttina og fara út með ruslið. Gæsalappir „ “ Gæsalappir eru settar í texta til að afmarka • það sem einhver segir. (Bein ræða) Dæmi: „Ég er hætt,“ öskraði Lísa þegar hún tapaði. • beina tilvitnun. Dæmi: Í pósti frá kennaranum stendur: „Lísa missti stjórn á skapi sínu í dag en róaðist fljótt.“ Íslenskar gæsalappir líta svona út: Þetta er eins og 99 og 66. Þetta er ótrúlegt! Ert þú ekki líka að fíla þessi greinarmerki? Eins og Málfróður myndi segja: „Greinarmerki eru ógeðslega sniðug og algjörlega ómissandi!“ Ja, hann myndi nú kannski ekki segja „ógeðslega.“ „ “ vinnubók bls. 24–25 verkefni 4–6

ORÐSPOR 3 36 Aftur til fortíðar Í þessum kafla munt þú: • fræðast um fornleifar og fornleifafræðinga. • lesa fjölbreytta fræðitexta. • rifja upp og þjálfa:  lestrartækni  gerð hugarkorta  að finna lykilorð  að endursegja með eigin orðum • grúska í heimildum og leita upplýsinga. • skrifa ritgerð.

3. KAFLI 37 Þekking á fortíðinni er góður undirbúningur fyrir framtíðina Það er fátt skemmtilegra en að sökkva sér niður í frásagnir af kempum fortíðar, sögulegum merkisatburðum, gömlum verkháttum, stríðsátökum og eldgömlum samfélögum. En hvaðan fáum við vitneskju um forna atburði, verklag og merka einstaklinga? Sumt er hægt að lesa um í rituðum heimildum en oftar en ekki fáum við mikilvægar upplýsingar um fortíðina með því að finna, rannsaka og álykta um fornleifar. Fornleifar eru leifar fornrar menningar, húsa, muna og lífvera. Fornleifafræði kallast fræðigrein sem fæst við forna menningu með rannsóknum á fornleifum. Hefur þú séð og skoðað fornmuni? Hvar? Hvaða munir eru eftirminnilegir? Hvaða fornmuni langar þig að sjá með eigin augum?

ORÐSPOR 3 38 Lestur Á meðan þú lest textann. Lestu textann vandlega. Haltu athygli og hugsaðu um efnið. Finndu merkingu orða sem þú skilur ekki. Eftirlestur Vangaveltur eftir að lestri lýkur. Ræddu um textann, finndu lykilorð, glósaðu, gerðu hugarkort eða orðaský. Forlestur Áður en þú lest textann. Skannaðu fyrirsögn, millifyrirsagnir, myndir og myndatexta. Fræði – Æði – Lestrartækni (Ææ, þetta rímar ekki) Fólkið sem aflar upplýsinga með því að leita að og rannsaka fornleifar kallast fornleifafræðingar. Störf þeirra eru fjölbreytt. Aðra stundina liggja þeir ef til vill í moldarflagi og sigta jarðveg en hina grúska þeir á rannsóknarstofum og draga ályktanir út frá uppgötvunum sínum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Fornleifafræðingar þurfa líka að koma rannsóknarniðurstöðum frá sér. Þeir skrifa því margar fræðigreinar og skýrslur. Auk þess lesa þeir mikið og kynna sér það sem starfsfélagar þeirra eru að vinna við. Líklega má gera ráð fyrir að við lestur á erfiðum og flóknum fræðigreinum beiti fornleifafræðingar svipaðri lestrartækni og þið hafið æft ykkur í að beita í Orðspori 1 og 2. Rifjum upp: Langur og flókinn fræðitexti getur orðið leikur einn ef þú tileinkar þér þessa lestrartækni.

3. KAFLI 39 Tökum létta upprifjun á lestrartækni … skref fyrir skref Forlestur a. Hvaða vísbendingar gefur fyrirsögnin um innihaldið? b. Skoðið mynd og lesið myndatextann. c. Hvað vitið þið nú þegar um þetta efni? Hafið þið heyrt um Þórslíkneski? d. Hvað viljið þið vita meira? e. Rákust þið á orð sem þið skiljið ekki? 1 Lestur a. Stoppið eftir hverja efnisgrein og rifjið upp það sem lesið var. b. Stoppið við orð sem þið ekki skiljið og finnið merkingu þeirra. 2 Eftirlestur a. Ræðið saman um efni textans. b. Hvað vitið þið núna um Þórslíkneskið sem þið vissuð ekki áður? c. Gerið einfalt hugarkort. Það gæti til dæmis litið svona út. 3 Hvað er? Þórslíkneski Lýsing Hvar fannst? Hver er? Litli bronskarlinn Þórslíkneskið svokallaða er lítið mannslíkan úr bronsi. Ákveðin stíleinkenni benda til þess að líkneskið hafi verið gert nálægt aldamótunum 1000. Það er talið sýna Þór sem var einn fremsti guð norrænna manna í heiðnum sið. Bronskarlinn heldur báðum höndum um hlut sem talinn hefur verið Þórshamar en líkist mjög kristnum krossi. Líkneskið fannst árið 1815 eða 1816 hjá Eyrarlandi við Eyjafjörð. Það var sent til Kaupmannahafnar árið 1817 en kom aftur til Íslands 1930 ásamt ýmsum öðrum forngripum úr Þjóðminjasafni Dana. Á tímabilinu 800–1000 var heiðin trú ríkjandi á Íslandi en allt frá landnámi bjuggu hér kristnir menn að því er virðist í friðsamlegri sambúð við þá heiðnu. www.thjodminjasafn.is Þór var þrumuguð norrænna manna í heiðnum sið. Hann var stór og mikill að vexti. Hamar Þórs hét Mjölnir.

ORÐSPOR 3 40 Litli kistilinn hennar Önnu Í baðstofunni var lítið persónulegt rými. Þar bjuggu oft 10–12 manns, sem sváfu þétt saman, mötuðust, unnu tóvinnu á kvöldin og hlustuðu á húslestur. Ekki voru þar skápar eða aðrar hirslur en flestir áttu þó lítinn kistil þar sem þeir geymdu persónulega smáhluti. Stundum var læst leynihólf í kistlinum, kallað handraði, þar sem hægt var að geyma verðmætari hluti og peninga. Kistillinn er smíðaður úr furu í kringum 1700 og er því um 300 ára gamall. Hann er allur útskorinn með teinungum og vafningum sem eiga sér ýmis nöfn. Á loki er hnúta- og bandfléttuverk, á bakhlið er bandflétta og á framhlið greinastrengur. Á göflunum eru fjórir vafningar sem tengjast hver öðrum. Það sem einkennir þennan útskurð eru könglarnir í miðjum vafningunum og mjóar greinar og blöð sem teygjast út frá aðalstofnunum. Fleiri gripir með svipuðum útskurði eru varðveittir í Þjóðminjasafninu en þeir eru allir frá Vestfjörðum. Ekki er þó víst að sami maður hafi skorið þá alla. En hver skyldi hafa átt þennan fallega kistil? Það vill svo vel til, að á hann er letrað með höfðaletri og latínuletri: Anna Þórðardóttir á þennan kistil. Í manntalinu frá 1703 er aðeins ein kona með þessu nafni á Vestfjörðum. Hún var húsfreyja á Þorfinnsstöðum í Mosvallahreppi í Vestur-Ísafjarðarsýslu, fædd 1671. Það er alls óvíst að hún hafi átt kistilinn, en svo mikið er víst að svo vandaðan kistil átti engin vinnukona. www.thjodminjasafn.is Í kistlum voru oft geymdir verðmætustu hlutir eigandans. Spreyttu þig! Að lesa og skilja Hér á opnunni og á þeirri næstu eru þrjár greinar. Veldu þá grein sem vekur áhuga þinn og leystu verkefni á bls. 28–31 í vinnubókinni.

3. KAFLI 41 SAGA „Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaft- áreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að það raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ […] Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. – hlh Með merkari fornleifafundum síðustu ára Rúnar Stanley Sighvatsson, einn fundarmanna og Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, skoða sverðið við afhendinguna. BLÓÐREFILL Miðhluti brandsins sem liggur frá tánni að neðri hjöltum TVÍEGGJA SVERÐ sem þýðir að eggjarnar eru á báðum hliðum brandsins Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands mbl.is Efri hjöltu Tá 1 metri Meðalkafli Neðri hjöltu SVERÐIÐ SEM FANNST Aldur 10. öld Staðsetning Skaftárhreppur BRANDUR Blaðið í heild sinni

ORÐSPOR 3 42 Álfapotturinn Ekki er vitað hvaðan potturinn kemur upprunalega en ljóst er að hann er ekki íslenskur. Hann gæti mögulega hafa komið frá Þýskalandi eða Noregi en ekkert er vitað um það með fullri vissu. Pottar af þessu tagi voru algengir á seinni hluta miðalda og bárust margir þeirra hingað til lands. Brot af pottum sem þessum hafa fundist víða en þessi er sá eini sem hefur varðveist heill og lítið skemmdur. Það í sjálfu sér nægir til þess að potturinn þyki afar merkilegur gripur en hann er það þó ekki síst vegna þeirrar sögu sem fylgdi honum þegar hann kom til safnsins. Sagan segir nefnilega að þessi pottur hafi upprunalega komið frá álfum. Álfar á ferð? Það var í byrjun 19. aldar að maður nokkur sem bjó á Litlagarði í Dýrafirði í Ísafjarðarsýslu, Pálmi Guðmundsson að nafni, fór í göngutúr í tunglsljósi á gamlárskvöld. Pálmi var jarðbundinn maður og trúði hvorki á drauga né álfa. Hann ætlaði því ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann sá flokk af fólki á gangi fyrir neðan hlaðvarpann sem hélt á alls kyns dóti því hann sá ekki betur en þarna væru komnir álfar. Hann tók sérstaklega eftir því að fyrir aftan álfaskarann var lítið barn, um það bil 4 til 5 ára, sem var að rogast með eitthvað sem Pálmi sá ekki hvað var. Hann heyrði barnið þó greinilega kalla til mömmu sinnar og tók eftir því að barnið var hrætt um að það myndi dragast aftur úr og týna mömmu sinni og hinum álfunum. Það endaði með því að barnið gafst upp á að rogast með það sem það hafði í höndunum og lagði það frá sér á jörðina. Síðan hljóp barnið til hinna álfanna og allir héldu þeir för sinni áfram. Pálmi ákvað hins vegar að kanna hvað það var sem álfabarnið hafði skilið eftir á jörðinni og reyndist það vera þessi pottur, sem hefur síðan verið kallaður álfapotturinn. Potturinn stendur á þremur fótum og er fremur lítill eða um 10 cm á hæð. Hann er líklega frá 15. eða 16. öld.

3. KAFLI 43 Galdrapottur Pálmi tók pottinn með sér heim og geymdi á góðum stað. Hann passaði raunar svo vel upp á pottinn að hann leyfði bara bestu vinum sínum að sjá hann. Síðar gaf hann fóstursyni sínum pottinn en áður en hann var gefinn til Þjóðminjasafnsins fór hann um hendur nokkurra eigenda. Það er gaman að geta þess að álfapotturinn er talinn hafa ákveðinn lækningamátt því ef svarf úr pottinum er lagt á brjóst- eða fingurmein er sagt að mönnum batni strax. Um sannleiksgildi þessarar sögu skal ekki fullyrt en þó er vert að geta þess að samkvæmt íslenskum þjóðsögum er alvanalegt að álfar flytjist búferlum á nýársnótt og mörg dæmi eru um að álfar skilji eftir sig hluti í mannheimum, bæði viljandi og óviljandi. Hver og einn verður því að gera það upp við sig hvort þeir trúi því að álfapotturinn hafi sannarlega verið í eigu álfa. www.thjodminjasafn.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=