Orðspor 1

97 Merking orða getur breyst eftir því hvort skrifaður er einfaldur eða tvöfaldur samhljóði. Dæmi: dúkur – dúkkur, vegur – veggur, baka – bakka Á borðinu er dúkur. Á borðinu eru dúkkur. Þú sérð að það skiptir öllu máli að vita hvort skrifa á eitt k eða tvö í dæminu hér að ofan. Finndu a.m.k. þrjú önnur orð sem breyta um merkingu eftir fjölda samhljóða og æfðu þig að búa til málsgreinar þar sem gæti orðið misskilningur ef orðið er ekki rétt skrifað. Halli hoppaði hæð sína af gleði. Pakkinn lá á hillunni . Sigga frænka hafði komið með hann snemma í morgun. Halli hafði beðið spenntur eftir þessari stundu síðan á sunnudaginn . Amma kom labbandi með kaffikönnu í annarri hendi. vinnubók bls. 90–91

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=