Orðspor 1

ORÐSPOR 94 Málfarsmolinn Málfarsmolinn Að hitta naglann á höfuðið á meðan hnífurinn stendur í kúnni … Orðatiltæki Orðatiltæki eru merkileg fyrirbæri sem lífga upp á málið okkar. Þau standa yfirleitt ekki ein og sér heldur eru notuð í ákveðnu samhengi. Mörg þeirra orðatiltækja sem við þekkjum í dag urðu til fyrir löngu síðan og tengjast atburðum eða verklagi sem þá tíðkaðist. Önnur eru yngri og auðskildari . Orðatiltæki spretta ekki bara upp á blaðsíðum bóka eða af munni íslenskufræðinga. Hver sem er getur búið til orðatiltæki. Að berja höfðinu við stein merkir að neita að viðurkenna eitthvað, að þrjóskast við eitthvað. Hægt er að rekja það til þess hve heimskulegt og tilgangs- laust er að berja höfði við stein. Of seint í rassinn gripið merkir að eitthvað sé orðið of seint. Merkingin er ef til vill tengd því þegar einhver hefur gert í buxurnar og lítið við því að gera. Að skjóta yfir markið merkir að ganga of langt í ákafa eða mistakast eitthvað. Að ganga af göflunum merkir að missa stjórn á sér af gleði eða reiði. Að taka upp hanskann fyrir einhvern merkir að taka málstað einhvers eða rétta hjálparhönd. Veldu þér tvö orðatiltæki og búðu til málsgreinar þar sem þú notar þau í réttu samhengi. Eða … Veldu þér eitt orðatiltæki og teiknaðu mynd sem útskýrir merkingu þess. vinnubók bls. 88–89 og 98–99

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=