Orðspor 1

6. KAFLI 93 Öxar við ána Öxar við ána, árdags í ljóma, upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit . Fram, fram, aldrei að víkja ! Fram, fram, bæði menn og fljóð ! Tengjumst tryggðarböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð! Steingrímur Thorsteinsson Ísland er land þitt Ísland er land þitt og ávallt þú geymir Ísland í huga þér hvar sem þú fer. Ísland er landið sem ungan þig dreymir. Ísland í vonanna birtu þú sér. Ísland í sumarsins algræna skrúði . Ísland með blikandi norðljósa traf . Ísland er feðranna afrekum hlúði . Ísland er foldin , sem lífið þér gaf. Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir. Íslensk er tunga þín skír eins og gull. Íslensk sú lind sem um æðar þér streymir. Íslensk er vonin af bjartsýni full. Íslensk er vornóttin albjört sem dagur. Íslensk er lundin með karlmennsku þor. Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur . Íslensk er trúin á frelsisins vor . Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma. Íslandi helgar þú krafta og starf. Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma, íslenska tungu, hinn dýrasta arf. Ísland sé blessað um aldanna raðir, íslenska moldin er lífið þér gaf. Ísland sé falið þér, eilífi faðir. Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf. Margrét Jónsdóttir mín skoðun Skoðið þessi þrjú ljóð. Hvað eiga öll ljóðin sameiginlegt? Hvaða ljóð finnst þér fallegast af þessum þremur? Af hverju? Veldu þér eitt af þessum þremur ljóðum. Teiknaðu mynd sem þér finnst lýsa innihaldi ljóðsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=