Orðspor 1

ORÐSPOR 92 Eitt eilífðar smáblóm Um þjóðsönginn Flest lönd eiga sinn þjóðsöng sem fluttur er við hátíðlegar athafnir og landsleiki svo fátt eitt sé nefnt. Ljóðið Lofsöngur er eftir Matthías Jochumsson og var það samið við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Þetta lag sló í gegn meðal almennings og var ákveðið að það yrði þjóðsöngur Íslendinga. Ljóðið er í heild þrjú erindi. Stundum kemur upp sú umræða að skipta eigi um þjóðsöng. Þau lög sem oftast eru nefnd í því samhengi eru við ljóðin Öxar við ána og Ísland er land þitt. Lofsöngur Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð! Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar , tímanna safn. Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr. Íslands þúsund ár – eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr. Matthías Jochumsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=