Orðspor 1
ORÐSPOR 90 Gefðu því líf Það er talað um persónugervingu þegar fyrirbæri sem er ekki mennskt (t.d. dauðir hlutir, gróður, dýr) fá mennska eiginleika, þ.e. gera eitthvað sem manneskjur gera. Dæmi um persónugervingu er að segja að ljósastaurar vakni á morgnanna og teygi úr sér eða að þeir standi vörð um göturnar. Hér er verið að líkja ljósastaurum við manneskjur sem vakna, teygja úr sér eða standa vörð. Skoðið málsgreinarnar og finnið persónugervingar. • Sængin liggur letilega í rúminu og ætlar ekki á fætur í dag. • Ísskápurinn gargar á mig að koma og drekka gosið sem hann geymir. • Sjónvarpið gaf frá sér síðasta andvarpið um leið og landsliðið skoraði sigurmarkið. • Lækurinn hvíslar að mér leyndarmálum fortíðarinnar. • Eldhússtólarnir sitja hljóðlega við borðið og bíða eftir matnum. • Snjókornin svífa rólega til jarðar, blístrandi og kát því þau elska veturinn. • Öldurnar svamla í sjávarmálinu og hlakka til þess að það flæði að.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=