Orðspor 1

6. KAFLI 89 Skoðum saman fjólubláu orðin. Hvað þýða þau? Eigum við önnur orð í íslensku sem hafa svipaða merkingu? Í textanum kemur fyrir orðið pulsa, hvort segið þið pulsa eða pylsa? Hvað segir orðabókin um sama orð. Glaðasti hundur í heimi Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi. Mér er klappað á hverjum degi og ég er að „fílaða“. Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi, lífið henti í mig beini og ég ætla að „nagaða“. Ég hoppa út um holt og hóla, bæði gelti og spangóla , í dag ég ætla mér bara að dóla . Ég er frjáls og engum háður , bæði elskaður og dáður , í hundaskóla lífsins hef ég margar gráður . Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi. Mér er klappað á hverjum degi og ég er að „diggaða“. Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi, lífið henti í mig beini og ég ætla að „nagaða“. Bak við kjötbúðina slóra . Hitti Konráð B. og Óla, þeir láta mig fá pulsu svaka stóra. Ég ætla niðrí fjöru að skreppa gá hvort ég finni aðra seppa , ef ég sé hundsrass læt ég hann ekki sleppa … Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi. Mér er klappað á hverjum degi og ég er að „fílaða“. Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi, lífið henti í mig beini og ég ætla að „nagaða“. Dr. Gunni Semjið ljóð sem fjallar á einn eða annan hátt um súkkulaði. Flytjið svo ljóðið fyrir bekkinn. Voru mörg ljóð alveg eins? Voru einhver ljóð mjög svipuð? Var eitthvert ljóð allt öðruvísi en flest?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=