Orðspor 1

ORÐSPOR 88 Ég hef sagt það áður og segi það aftur … Stundum er sagt að það sé búið að yrkja um allt. En það er svo skemmtilegt að þó svo að margir hafi ort um það sama, til dæmis um tunglið, þá eru ekki til tvö eins ljóð um tunglið. Latasti hundur í heimi Latasti hundur í heimi hann væri oft á sveimi í borginni þar sem ég bý bara ef hann nennti því. Hann skeytir ekkert um aðra nennir aldrei að snuðra eða flaðra ekki neitt upp að þefa og aldrei að bíta eða slefa. Hann nennir engan að elta ekki heldur að gelta engan veginn að urra kannski einstaka sinnum að murra . Í rauninni má kallast algert undur að hann skuli nenna að vera hundur. Þórarinn Eldjárn Heyrðu snöggvast, Snati minn Heyrðu snöggvast, Snati minn, snjalli vinur kæri, heldurðu ekki hringinn þinn ég hermannlega bæri? Lof mér nú að leika að látúnshálsgjörð þinni. Ég skal seinna jafna það með jólaköku minni. Jæja þá, í þetta sinn þér er heimil ólin. En hvenær koma, kæri minn, kakan þín og jólin? Þorsteinn Erlingsson Skoðum nokkur ljóð sem öll hafa verið ort um hunda. Ræðið hvort og þá hvað ykkur finnst vera líkt með ljóðunum. vinnubók bls. 77–79

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=