Orðspor 1

1. KAFLI 7 Hvað er tungumál? Þú notar tungumál á hverjum degi. Sumir telja það sjálfsagðan hlut að tala, lesa og skilja. En í raun er tungumálið alveg hreint einstakt fyrirbæri . Það er kerfi merkja, tákna , hljóða og orða. Maðurinn er eina dýrategundin sem talar tungumál. Aðrar dýrategundir geta vissulega sent á milli sín hljóðmerki en tungumálið hefur þá sérstöðu að það miðlar hugsunum milli manna, tjáir margs konar tilfinningar og miðlar þekkingu. Tungumálinu eru engin takmörk sett. Fyrstu orðin Talið er að tungumálið hafi orðið til fyrir um 100 þúsund árum hjá hinum vitiborna manni (Homo sapiens). Um það leyti fóru menn að lifa saman í stórum hópum og líklegt er að sambýlið hafi kallað á aukin samskipti. Fyrst um sinn hefur tungumálið sennilega ein- kennst af orðum sem líktu eftir hljóðum sem maðurinn heyrði. Nokkur slík orð eru til í íslensku: bíbí, brabra, urra og krúnk. Hljóðunum fjölgaði svo jafnt og þétt og festust við fleiri hluti og fyrirbæri. Hinn viti borni maður – Homo sapiens Maðurinn er tegund prímata og er eina tegundin í þeim hópi sem gengur uppréttur á tveimur fótum. Maðurinn hefur þróaðan heila sem gerir honum t.d. kleift að nota tungumál og verkfæri í meira mæli en nokkur önnur dýrategund. Hann er einnig eina tegundin sem kann að kveikja eld, matreiða fæðu og nota fatnað. Tjáið ykkur um hvað þið fenguð í nesti. Ekki má nota orð eða rittákn. Hljóð, bendingar og leikræn tilþrif verða að duga. Hvernig væri veröldin öðruvísi ef mennirnir hefðu ekki þróað með sér tungumál? Nefnið dæmi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=