Orðspor 1

ORÐSPOR 86 Að frelsa heiminn Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn: Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól. Og öllum er ljóst, að þessi maður er galinn. Það er sama, þótt þú sért góður maður og gegn og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn. Þú ræðst samt alltaf á það, sem þér er um megn, og þessvegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn. Steinn Steinarr Engill í snjónum Engill í snjónum Og ef til vill flýgur hann með ótta minn lengst inn í jökulheima Nína Björk Árnadóttir Leyndarmál Ég sagði engum frá því en öll þessi sumur var ég innst inni að vonast eftir Heklugosi. Þórður Helgason Rím í enda ljóðlína er svo skemmtilegt. Stól – kjól. Salinn – galinn. Finnur þú meira endarím í ljóðinu? En finnst ykkur ekki að gefa ætti stúlkugreyinu kjól sem passar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=