Orðspor 1

6. KAFLI 85 Er þetta ljóð? Það er ekkert eitt rétt svar við spurningunni: „Hvað er ljóð?“ Það sem einum finnst vera ljóð finnst öðrum kannski óskiljanlegt bull. Skoðum þessi tvö ljóð: Lóan er komin Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindi, það getur hún. Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefur sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefur sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. Páll Ólafsson Brauðmylsna Ekki borða mat inni í herberginu þínu, sagði mamma. Þá fjölgar pöddunum. Þær reiða sig á fólk einsog þig. Annars myndu þær svelta. En hvern viltu gleðja, mömmu þína eða fullt af maurum? Hvað hafa þeir gert fyrir þig? Ekkert. Þeir hafa engar tilfinningar. Þeir éta sælgætið þitt. Samt kemurðu betur fram við þá en þú kemur fram við mig. Þú gefur þeim að staðaldri. En þú býður mér aldrei neitt. Hal Sirowitz Hvað finnst þér vera ljóð? Þetta er kallað bundið ljóð, því það fylgir ákveðnum reglum. Það er t.d. rím í endanum á annarri hverri línu (t.d. snjóinn – spóinn og hún – tún). Eins má segja að það sé taktur í ljóðinu, taktur í ljóðum er kallaður hrynjandi. Þetta ljóð myndi flokkast sem óbundið ljóð. Það fer í raun ekki eftir neinum reglum, heldur ákveður höfundur hversu margar línur ljóðið er, hvernig hann skiptir máls- greinum niður í línur og hvort hann kæri sig um að hafa rím í endanum eða ekki. Hvað finnst þér um þessi ljóð? Hvaða ljóð þykja þér falleg? Af hverju? Ef þú lokar augunum og hlustar á ljóðin lesin, hvað sérðu þá fyrir þér? vinnubók bls. 76

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=