Orðspor 1
ORÐSPOR 82 STAFSETNINGARSJÓNAUKINN Reglan um ng og nk Á undan ng og nk er skrifaður grannur sérhljóði þótt framburður gefi annað til kynna. Dæmi: banki, fangi, drengur, engi, spöng, þungur, syngja. Á reglunni eru þó nokkrar undantekningar. Skrifa skal ó og æ í samræmi við framburð. Dæmi: frænka, kónguló, vængur, kóngur. angi pungur syngja Inga lunga ranga ungi hanga pyngja fingur hanki banki Steinki krunka Það mætti halda að þessir vinir NG og NK séu ofsahræddir við kommur! Þeir bara þola ekki kommur nálægt sér. En þeir eru þá líklega ekki hræddir við kóngulær eða kónga! Getur þú fundið fleiri ng eða nk orð? Settu saman vísu eða rapptexta þar sem meirihluti orða eru ng eða nk orð. Vísuna eða rappið er tilvalið að flytja fyrir náms- eða bekkjarfélaga.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=